Brotthvarf nemenda úr framhaldsskóla

Fyrsti fræðslufundur samstarfshópsins Náum áttum á árinu 2014

14 jan. 2014

 

Fjallað verður um brotthvarf úr framhaldskólum á fræðslufundi samstarfshópsins Náum áttum miðvikudaginn 22. janúar nk. á Grand Hótel Reykjavík kl. 8:15-10:00 fundurinn er öllum opin meðan húsrúm leyfir en nauðsynlegt er að skrá þátttöku.

Brottfall nemenda úr námi í framhaldsskóla hefur oft og tíðum verið talið eitt stærsta vandamál íslenska skólakerfisins. Þessi vandi er ekki einungis hér á landi heldur hafa yfirvöld menntamála í Evrópulöndum og víðar beint sjónum sínum í vaxandi mæli að brottfalli úr námi. Evrópusambandið setti sér m.a. það markmið að árið 2010 yrði ekki meira en 10% brottfall. Það er ekki til alþjóðleg skilgreining á brottfalli úr námi en OECD miðar við fólk á aldrinum 20-24 ára sem ekki er í námi og hefur einungis lokið grunnskóla. Hagstofa Íslands hefur unnið upplýsingar um brottfall úr námi og kemur fram að meðal framhalsskólanemenda sem hófu nám árið 2002 teljast tæplega 30% nemenda brottfallnir sjá nánar á vef stofnunarinnar.

Samstarfshópurinn Náum áttum hefur látið sig þetta málefni varða og á fræðslufundi í nóvember 2010 var þetta efni tekið til umfjöllunar undir yfirskriftinni „Áhrif niðurskurðar á framhaldskólann og brottfall“. Á fyrsta fræðslufundi hópsins árið 2014 sem haldin verður 22. janúar nk. er ætlunin að beina sjónum að brotthvarfi nemenda úr framhaldsskóla og skoða stöðuna í dag. Fundurinn verður haldin að Grand hótel Reykjavík kl. 8:15-10:00 sjá nánar auglýsingu    


Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica