MST fyrir börn í fíkniefnavanda !

Fjölkerfameðferð (MST) fyrir börn sem eiga við alvarlegan hegðunar- og/eða fíkniefnavanda að etja hefur verið í boði á vegum Barnaverndarstofu frá nóvember 2008. Um 250 fjölskyldur hafa lokið MST og um 300 hafa byrjað í slíkri meðferð.

7 mar. 2014

Fjölkerfameðferð (MST) fyrir börn sem eiga við alvarlegan hegðunar- og/eða fíkniefnavanda að etja hefur verið í boði á vegum Barnaverndarstofu frá nóvember 2008. Um 250 fjölskyldur hafa lokið MST og um 300 hafa byrjað í slíkri meðferð. MST tekur að meðaltali fjóran og hálfan mánuð og er haft samband við foreldra til að kanna stöðuna sex, tólf og átján mánuðum eftir að meðferð lýkur. Jákvæður árangur hefur viðhaldist 18 mánuðum eftir að meðferð er lokið í 70 til 80% tilvika. Eftirspurn eftir MST hefur farið vaxandi en á árinu 2013 bárust alls 82 umsóknir um MST, sem er fjölgun frá árinu á undan, en þá bárust 77 umsóknir.

Í Morgunblaðinu þann 21. febrúar sl. er að finna viðtal við Funa Sigurðsson og Ingibjörgu Markúsdóttur teymisstjóra MST og Halldór Hauksson sviðsstjóra á Barnaverndarstofu þar sem þau lýsa í hverju meðferðin felst og benda á mikilvægi þess að veita meðferð á heimavelli.
Hér er hægt að skoða blaðagreinina
Þá er sama dag að finna á mbl.is viðtal við móður drengs sem þakkar MST árangur sonar síns
Hér er hægt að skoða viðtalið 
Þann 22. febrúar birtist í sama fjölmiðli viðtal við stúlku sem einnig náði tökum á neysluvanda með aðstoð MST
Hér má skoða viðtalið 


Nýjustu fréttir

Hjólabrettastelpa

09. mar. 2023 : Málstofa 3 – áhættuhegðun og líðan barna og unglinga á Covidtímum

Málstofa Barna-og fjölskyldustofu “Barnavernd á Covidtímum”.

Lesa meira
Kona á skrifstofu

20. feb. 2023 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndar á fyrstu sex mánuðum áranna 2020, 2021 og 2022.

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa tók við. Mánaðarlega skiluðu barnaverndarnefndir tölulegum upplýsingar varðandi tilkynningar, til Barnaverndarstofu og er nú sömu upplýsingum skilað til Barna- og fjölskyldustofu. Í þessari samantekt er að finna samanburð á fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu nefndanna á fyrstu sex mánuðum áranna 2020, 2021 og 2022. 

Lesa meira

13. feb. 2023 : Samfélagsmiðlar, áhrifavaldar og miðlalæsi. Morgunverðarfundur - Náum Áttum, miðvikudaginn 15.02.2023

Samfélagsmiðlar, áhrifavaldar og miðlalæsi - hver er staðan og hvernig ætti að kenna?

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica