Allsgáð með allt á hreinu í sumar!

Viðhorf foreldra hafa mikil áhrif á áfengisneyslu barna. Kaupum ekki áfengi fyrir börn og unglinga - Styðjum börn og ungmenni til þroskandi og uppbyggilegra viðfangsefna - Verjum tíma með börnum okkar - Verum góðar fyrirmyndir!

18 júl. 2014


Mikið er um sumarhátíðir og hverja helgi í sumar er boðið uppá bæjarskemmtun eða fjölskylduhátíð auk fjölmargra útihátíða um sjálfa verslunarmannahegina. Á þessum tíma ársins eru börn og unglingar utan skóla og ekki í jafn vernduðu umhverfi og yfir vetrartímann. Því er mikilvægt að foreldrar og samfélagið í kringum unglinga standi vörð um velferð þeirra þegar kemur að neyslu vímuefna á skipulögðum hátíðum sem óskipulögðum.

Forvarnaverkefnið „allsgáð, með allt á hreinu“ stendur nú yfir eins og nokkur undanfarin sumur. Markmið þess er að vekja athygli á forvörnum um verslunarmannahelgina og kostum þess að vera allsgáð þegar ferðast er um vegi og útivistarsvæði . Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að huga að gildum forvarnastarfs og góðra fyrirmynda.

Heimasíða verkefnisins - Allsgáð - með allt á hreinu!


Nýjustu fréttir

19. okt. 2021 : Samanburður á fjölda tilkynninga fyrstu 9 mánuði 2019-2021

Tilkynningum vegna kynferðislegs ofbeldis fjölgar

Lesa meira

12. okt. 2021 : Náum áttum - morgunverðarfundur miðvikudaginn 13. október 2021 kl. 8:30-10:00 á Zoom

Náum áttum er samstarfshópur um fræðslu- og forvarnarmál eftirfarinna aðila: Barnaheill-Save the Children á Íslandi, Barnaverndastofa, Embætti landlæknis, Félag fagfólks í frístundaþjónustu, FRÆ Fræðsla og forvarnir, Heimili og skóli, IOGT á Íslandi, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga, Umboðsmaður barna, Vímulaus æska/Foreldrahús og Þjóðkirkjan.

 

Yfirskift fundarins er: Leiðir að félagsfærni og vellíðan barna í skólum og er fundurinn opinn öllum sem hafa áhuga. Nánari upplýsingar um fundinn má nálgast hér .

Skráning fer fram á naumattum.is

Hjólabrettastelpa

23. ágú. 2021 : Samanburður á fjölda tilkynninga fyrstu 6 mánuði 2019-2021

Tilkynningum vegna kynferðislegs ofbeldis fjölgar

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica