Allsgáð með allt á hreinu í sumar!

Viðhorf foreldra hafa mikil áhrif á áfengisneyslu barna. Kaupum ekki áfengi fyrir börn og unglinga - Styðjum börn og ungmenni til þroskandi og uppbyggilegra viðfangsefna - Verjum tíma með börnum okkar - Verum góðar fyrirmyndir!

18 júl. 2014


Mikið er um sumarhátíðir og hverja helgi í sumar er boðið uppá bæjarskemmtun eða fjölskylduhátíð auk fjölmargra útihátíða um sjálfa verslunarmannahegina. Á þessum tíma ársins eru börn og unglingar utan skóla og ekki í jafn vernduðu umhverfi og yfir vetrartímann. Því er mikilvægt að foreldrar og samfélagið í kringum unglinga standi vörð um velferð þeirra þegar kemur að neyslu vímuefna á skipulögðum hátíðum sem óskipulögðum.

Forvarnaverkefnið „allsgáð, með allt á hreinu“ stendur nú yfir eins og nokkur undanfarin sumur. Markmið þess er að vekja athygli á forvörnum um verslunarmannahelgina og kostum þess að vera allsgáð þegar ferðast er um vegi og útivistarsvæði . Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að huga að gildum forvarnastarfs og góðra fyrirmynda.

Heimasíða verkefnisins - Allsgáð - með allt á hreinu!


Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica