Barnaverndarþing 2014 - FRÉTTATILKYNNING

24 sep. 2014

Barnaverndarstofa vekur athygli á Barnaverndarþingi, sem haldið verður 25. og 26. september á Hilton Reykjavík Nordica undir yfirskriftinni Réttur til verndar, virkni og velferðar. Þingið er fyrsta heildstæða íslenska ráðstefnan um barnavernd og munu tugir innlendra og erlendra fyrirlesara halda erindi á þinginu, sem rúmlega 200 manns munu sækja.

Á þinginu verður varpað fram fjölmörgum áleitnum spurningum varðandi barnavernd, s.s:

  • Þarf að stokka upp barnaverndarkerfinu á Íslandi?

  • Er rannsókn á tilkynningum til barnaverndarnefnda áfátt?

  • Er vinnsla barnaverndarmála í lagi?

  • Virkar meðferð fyrir börn og unglinga vegna neyslu og áhættuhegðunar?

  • Er hægt að bæta uppeldisaðstæður á heimilum barna og geta foreldrar orðið betri foreldrar og hvað þarf svo að vel takist til?

  • Hvernig náum við til barna sem hafa verið beitt ofbeldi eða upplifað heimilisofbeldi?

  • Hvaða stuðning er hægt að veita fjölskyldum og börnum sem orðið hafa fyrir ofbeldi eða annars konar áföllum?

  • Er tæling barna gegnum netið algeng?

  • Hvar eiga erfiðustu börnin heima?

Hægt er að fá nánari upplýsingar um þingið og fyrirlestra með því að smella á hnappinn til hægri hér á síðunni eða með því að hafa samand við eftirfarandi aðila, sem einnig geta hafa milligöngu um viðtöl við fyrirlesara:

Halldór Hauksson, s. 891-9212

Heiðu Björgu Pálmadóttur, s. 898-6521

Pál Ólafsson, s. 663-2101


Nýjustu fréttir

03. des. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Tilgangur greiningarinnar er að leggja mat á hvort og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda. Sambærilegar greiningar hafa áður verið gerðar vegna mars til september 2020.

Lesa meira

05. nóv. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum síðustu níu mánaða

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrstu níu mánuði 2020 og borið saman við sama tímabil árin 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á fyrstu níu mánuðum áranna 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

21. sep. 2020 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna Covid-19 veirunnar

Afgreiðsla í Borgartúni 21 verður lokuð en tekið er á móti pósti. Símsvörun í 530 2600 frá kl. 10 til 12 og 13 til 15. Alltaf hægt að senda netpóst á bvs@bvs.is

Lesa meira

07. sep. 2020 : Samanburður á tölum fyrstu sex mánuði 2018 – 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur vegna fyrstu 6 mánuði ársins og borið saman við tölur frá árinu 2018 og 2019

Lesa meira

01. sep. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í júní og júlí 2020 og borið þær saman við tölur í maí 2020 og tölur frá 1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica