Barnaverndarþing 2014 - FRÉTTATILKYNNING

24 sep. 2014

Barnaverndarstofa vekur athygli á Barnaverndarþingi, sem haldið verður 25. og 26. september á Hilton Reykjavík Nordica undir yfirskriftinni Réttur til verndar, virkni og velferðar. Þingið er fyrsta heildstæða íslenska ráðstefnan um barnavernd og munu tugir innlendra og erlendra fyrirlesara halda erindi á þinginu, sem rúmlega 200 manns munu sækja.

Á þinginu verður varpað fram fjölmörgum áleitnum spurningum varðandi barnavernd, s.s:

  • Þarf að stokka upp barnaverndarkerfinu á Íslandi?

  • Er rannsókn á tilkynningum til barnaverndarnefnda áfátt?

  • Er vinnsla barnaverndarmála í lagi?

  • Virkar meðferð fyrir börn og unglinga vegna neyslu og áhættuhegðunar?

  • Er hægt að bæta uppeldisaðstæður á heimilum barna og geta foreldrar orðið betri foreldrar og hvað þarf svo að vel takist til?

  • Hvernig náum við til barna sem hafa verið beitt ofbeldi eða upplifað heimilisofbeldi?

  • Hvaða stuðning er hægt að veita fjölskyldum og börnum sem orðið hafa fyrir ofbeldi eða annars konar áföllum?

  • Er tæling barna gegnum netið algeng?

  • Hvar eiga erfiðustu börnin heima?

Hægt er að fá nánari upplýsingar um þingið og fyrirlestra með því að smella á hnappinn til hægri hér á síðunni eða með því að hafa samand við eftirfarandi aðila, sem einnig geta hafa milligöngu um viðtöl við fyrirlesara:

Halldór Hauksson, s. 891-9212

Heiðu Björgu Pálmadóttur, s. 898-6521

Pál Ólafsson, s. 663-2101


Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica