Barnahús í Danmörku eins árs!

Samkvæmt nýlegum lagabreytingum er öllum sveitarfélögum í Danmörku skylt að nýta sér þjónustu húsanna fyrir börn sem orðið hafa fyrir líkamlegu- og/eða kynferðislegu ofbeldi.

11 nóv. 2014

Þann  1. október  sl. var liðið eitt ár frá því að opnuð voru fimm Barnahús í Danmörku. Samkvæmt nýlegum lagabreytingum er öllum sveitarfélögum í Danmörku skylt að nýta sér þjónustu húsanna fyrir börn sem sætt hafa líkamlegu- og/eða kynferðislegu ofbeldi. Markmiðið með stofnun barnahúsanna í Danmörku er að börn sem hafa sætt líkamlegu og/eða kynferðislegu ofbeldi fái sérhæfða og samhæfða þjónustu á einum stað sem hannað er til að mæta þörfum barna sem best. Þeir aðilar sem aðkomu hafa að málum barnanna koma saman í Barnahúsi eins og kostur er, til að tryggja góða, samhæfða og þverfaglega þjónustu fyrir börnin og þeirra aðstandendur.

Á þessu fyrsta ári var 999 málum vísað í barnahúsin og er tæplega 600 málum lokið. Af þeim málum sem lokið er varða um 60% málanna líkamlegt ofbeldi, 36% kynferðislegt ofbeldi og í 4% málanna hefur barn bæði sætt líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi.

Í 80% af þeim málum sem lokið er og varða kynferðislegt ofbeldi eru stúlkur 80% barnanna og drengir 20%. Þegar um líkamlegt ofbeldi var að ræða var kynjaskiptingin jafnari eða 48% stúlkur og 52% drengir. Aldur barnanna var í 62% tilvika 0-11 ára og í 38% tilvika 12-17 ára.

Frekari upplýsingar um Barnahúsin í Danmörku má sjá hér í frétt frá Socialstyrelsen í Danmörku.

http://www.socialstyrelsen.dk/born-og-unge/aktuelt/bornehuse-giver-ny-viden-om-overgreb-mod-born-og-unge


Nýjustu fréttir

03. des. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Tilgangur greiningarinnar er að leggja mat á hvort og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda. Sambærilegar greiningar hafa áður verið gerðar vegna mars til september 2020.

Lesa meira

05. nóv. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum síðustu níu mánaða

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrstu níu mánuði 2020 og borið saman við sama tímabil árin 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á fyrstu níu mánuðum áranna 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

21. sep. 2020 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna Covid-19 veirunnar

Afgreiðsla í Borgartúni 21 verður lokuð en tekið er á móti pósti. Símsvörun í 530 2600 frá kl. 10 til 12 og 13 til 15. Alltaf hægt að senda netpóst á bvs@bvs.is

Lesa meira

07. sep. 2020 : Samanburður á tölum fyrstu sex mánuði 2018 – 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur vegna fyrstu 6 mánuði ársins og borið saman við tölur frá árinu 2018 og 2019

Lesa meira

01. sep. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í júní og júlí 2020 og borið þær saman við tölur í maí 2020 og tölur frá 1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica