Barnahús í Danmörku eins árs!

Samkvæmt nýlegum lagabreytingum er öllum sveitarfélögum í Danmörku skylt að nýta sér þjónustu húsanna fyrir börn sem orðið hafa fyrir líkamlegu- og/eða kynferðislegu ofbeldi.

11 nóv. 2014

Þann  1. október  sl. var liðið eitt ár frá því að opnuð voru fimm Barnahús í Danmörku. Samkvæmt nýlegum lagabreytingum er öllum sveitarfélögum í Danmörku skylt að nýta sér þjónustu húsanna fyrir börn sem sætt hafa líkamlegu- og/eða kynferðislegu ofbeldi. Markmiðið með stofnun barnahúsanna í Danmörku er að börn sem hafa sætt líkamlegu og/eða kynferðislegu ofbeldi fái sérhæfða og samhæfða þjónustu á einum stað sem hannað er til að mæta þörfum barna sem best. Þeir aðilar sem aðkomu hafa að málum barnanna koma saman í Barnahúsi eins og kostur er, til að tryggja góða, samhæfða og þverfaglega þjónustu fyrir börnin og þeirra aðstandendur.

Á þessu fyrsta ári var 999 málum vísað í barnahúsin og er tæplega 600 málum lokið. Af þeim málum sem lokið er varða um 60% málanna líkamlegt ofbeldi, 36% kynferðislegt ofbeldi og í 4% málanna hefur barn bæði sætt líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi.

Í 80% af þeim málum sem lokið er og varða kynferðislegt ofbeldi eru stúlkur 80% barnanna og drengir 20%. Þegar um líkamlegt ofbeldi var að ræða var kynjaskiptingin jafnari eða 48% stúlkur og 52% drengir. Aldur barnanna var í 62% tilvika 0-11 ára og í 38% tilvika 12-17 ára.

Frekari upplýsingar um Barnahúsin í Danmörku má sjá hér í frétt frá Socialstyrelsen í Danmörku.

http://www.socialstyrelsen.dk/born-og-unge/aktuelt/bornehuse-giver-ny-viden-om-overgreb-mod-born-og-unge


Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica