Fjörtíu prósent tilkynningar fyrstu níu mánuði ársins 2014 voru vegna vanrækslu á börnum, 37% vegna áhættuhegðunar barna og 22%  vegna gruns um ofbeldi foreldra gagnvart börnum sínum.   

18 nóv. 2014

Barnaverndarstofa birtir samanburð á fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda fyrstu níu mánuði áranna 2013 og 2014. Einnig  upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu fyrir þessi tímabil.

Í þessari samantekt er að finna samanburð á fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu nefndanna fyrir fyrstu níu mánuði áranna 2013 og 2014. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í ársskýrslu Barnaverndarstofu. Einnig er hér að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu fyrir fyrstu níu mánuði áranna  2013 og 2014.

Tilkynningar til barnaverndarnefnda

Tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgaði um 6,6% á fyrstu 9 mánuðum ársins 2014 miðað við sama tímabil árið á undan. Fjöldi tilkynninga var 6.796 á fyrstu níu mánuðum ársins 2014, en 6.373 fyrir sama tímabil árið á undan. Tilkynningum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 7,2% en fjölgunin var 5,5% á landsbyggðinni. Þess ber að geta að tilkynning til barnaverndarnefndar verður að barnaverndarmáli ef tekin er ákvörðun um könnun máls í kjölfar tilkynningarinnar.

Flestar tilkynningar fyrstu níu mánuði ársins 2014 voru vegna vanrækslu eða 40,1% tilkynninga. Hlutfall tilkynningar vegna vanrækslu fyrir sama tímabil árið á undan var 36,5% af heildarfjölda tilkynninga. Hlutfall tilkynninga vegna ofbeldis var 22,2% á fyrstu níu mánuðum ársins 2014, en  26,6% fyrir sama tímabil árið á undan.  Hlutfall tilkynninga vegna áhættuhegðunar var 37,1% á fyrstu níu mánuðum ársins 2014, en 36,2% fyrir sama tímabil árið á undan. Hlutfall tilkynninga þar sem að heilsu eða lífi ófædds barns var stefnt í hættu lækkaði úr 0,6% á fyrstu níu mánuðum ársins 2014 í 0,7% á fyrstu níu mánuðum ársins 2013.

Hlutfall tilkynninga þar sem tilkynnt var um vanrækslu og fram kom að foreldrar voru í áfengis-og/eða fíkniefnaneyslu var 10,7% á fyrstu níu mánuðum ársins 2014, en 9,2% á fyrstu níu mánuðum ársins 2013. Í tilkynningum um ofbeldi var hlutfall tilkynninga þar sem um heimilisofbeldi var að ræða 5,3%  á fyrstu níu mánuðum bæði árin.

Umsóknir til Barnaverndarstofu

Umsóknum um meðferð fjölgaði á fyrstu níu mánuðum ársins 2014 miðað við sama tímabil árið á undan. Umsóknir um Stuðla voru 33 fyrstu níu mánuði ársins 2014, en 27 fyrstu níu mánuði árið á undan. Umsóknir um meðferðarheimili voru 24 fyrstu níu mánuði ársins 2014, en 19 fyrir sama tímabil árið á undan. Alls bárust 64 umsókn um MST fyrstu níu mánuði ársins 2014, en 57 fyrir sama tímabil árið á undan. Beiðnir til Barnaverndarstofu um fósturheimili fækkaði úr 98 í 92 á umræddu tímabili.

Í Barnahúsi fækkaði rannsóknarviðtölum úr 198 fyrstu níu mánuði ársins 2013 í 151 fyrstu níu mánuði ársins 2014. Skýrslutökum fækkaði úr 78 á fyrstu níu mánuðum ársins 2013 í 48 fyrir sama tímabil árið 2014 en könnunarviðtölum fækkaði úr 120 í 103 milli ára. Stúlkur voru í meirihluta þeirra barna sem komu í rannsóknarviðtöl, 67,5% fyrstu níu mánuði ársins 2014, en 72,7 fyrir sama tímabil árið á undan.

Í eftirfarandi skýrslu má sjá frekari sundurliðun á þessum samanburði.


Nýjustu fréttir

27. apr. 2021 : Aðgerðir stjórnvalda gegn stafrænu ofbeldi gegn börnum

Miðvikudaginn 28. apríl n.k. verður haldinn fundur þar sem farið verður yfir aðgerðir stjórnvalda til að vinna gegn kynferðislegu / stafrænu ofbeldi gegn börnum hér á landi. Aðgerðirnar fela m.a. í sér aldursmiðaða fræðslu og forvarnir, þjálfun starfsmanna innan réttargæslukerfisins, endurskoðun á verklagi og úrbætur í upplýsingamiðlun. 

Hér má nálgast tengil á viðburðinn sem verður á facebook.

https://www.facebook.com/events/476350143687436/

Lesa meira

25. mar. 2021 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna sóttvarnaraðgerða. Afgreiðslu Barnaverndarstofu í Borgartúni 21 verður lokað frá og með 25 mars til 15 apríl. Símsvörun í 530 2600 verður frá kl: 09 – 12 og 13 - 15. Áfram er hægt að senda póst á bvs@bvs.is.

Afgreiðslu Barnaverndarstofu í Borgartúni 21 verður lokað frá og með deginum í dag til 15 apríl. Símsvörun í 530 2600 verður frá kl: 09 – 12 og 13 - 15. Áfram verður hægt að ná í einstaka starfsmenn með tölvupósti og ávallt er hægt að senda póst á bvs@bvs.is Ráðgjöf mun að mestu fara fram í gegnum síma, netpóst og fjarfundarbúnað. Áfram verða símatímar fyrir almenning þriðjudaga og fimmtudaga kl 11 - 12. 

Lesa meira

05. mar. 2021 : Barnaverndarstofa biður konur afsökunar sem voru vistaðar á Laugalandi (áður Varpholt)

Hópur kvenna, sem vistaður var á meðferðarheimilinu á Laugalandi (áður Varpholt), steig nýverið fram og lýsti slæmri reynslu sinni af heimilinu undir stjórn fyrri rekstraraðila á árunum 1997 – 2007. Barnaverndarstofa biður þær konur, sem vistaðar voru á heimilinu, afsökunar á að ekki hafi verið brugðist betur við þeim upplýsingum sem stofunni bárust varðandi starfsemi heimilisins.

Lesa meira
Hjólabrettastelpa

11. feb. 2021 : 112-dagurinn – öryggi og velferð barna og ungmenna

Vitundarvakning um öryggi og velferð barna og ungmenna
112-dagurinn er haldinn um allt land í dag og er sjónum að þessu sinni beint að öryggi og velferð barna og ungmenna, enda fjölgaði tilkynningum til barnaverndarnefnda gríðarlega á síðasta ári.

Lesa meira

05. feb. 2021 : Greining á tölulegum upplýsingum fyrir árið 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrir allt árið 2020 og borið saman við tölur frá árunum 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu árin 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica