Ný og endurbætt lokuð deild Stuðla formlega opnuð 12. desember.

Á lokaðri deild verða nú rými fyrir 6 börn í stað þeirra 5 sem áður var. Einnig verður deildin kynjaskipt ásamt sérstöku neyðarrými . 

11 des. 2014

Stuðlar opna endurbætta aðstöðu á lokaðri deild

Næstkomandi föstudag 12. desember verða endurbætt húsakynni Stuðla, Fossaleyni 17, 112 Reykjavík, formlega tekin í notkun. Búið er að fjölga herbergjum deildarinnar um eitt þannig að nú eru rými fyrir 6 börn í stað þeirra 5 plássa sem áður var. Einnig hefur deildinni verið kynjaskipt þannig að nú er í fyrsta skiptið hægt að vista drengi og stúlkur aðskildum rýmum. Auk þessa hefur verið útbúið sérstakt neyðarrými sem ætlað er í móttöku barna í slæmu ásigkomulagi þannig að þau þurfi ekki að vera innan um önnur börn á meðan þau eru að jafna sig. Með breytingunum er nú möguleiki á meiri sveigjanleika í starfseminni en áður og hægt verður að sníða aðstæður betur að þörfum þeirra barna sem þar dvelja miðað við það sem áður var. Auk breytinganna á lokaðri deild Stuðla var farið í endurbætur á meðferðardeildinni.


Nýjustu fréttir

12. maí 2022 : Nýir starfsmenn Barna- og fjölskyldustofu

Ráðningar forstöðumanna á meðferðarheimilum

Lesa meira

14. mar. 2022 : Náum áttum - Skóli fyrir öll börn. Lausnir og tækifæri til farsældar.

Morgunverðarfundur miðvikudaginn 16. mars 2022 kl. 8:30-10:00 á ZOOM

Lesa meira

04. mar. 2022 : Opnun Barna- og fjölskyldustofu

Í gær var haldin formleg opnun Barna- og fjölskyldustofu. Af því tilefni færði Ásmundur Einar Daðason Mennta- og barnamálaráðherra Ólöfu Ástu Farestveit forstjóra Barna- og fjölskyldustofu fallega mynd af hjarta með þeim orðum að stofan væri hjartað í barnaverndarkerfinu. 

11. feb. 2022 : 112-dagurinn – ofbeldi og rétt samskipti við neyðarverði 112

Þann 11. febrúar ár hvert heldur Neyðarlínan upp á 112 daginn, til að minna á neyðarnúmer allra landsmanna

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica