Barnaverndarstofa fær styrk frá "Evrópu unga fólksins" til að innleiða notkun matslista í vinnslu barnaverndarmála.

Þann 22. janúar sl. var undirritaður samningur milli Evrópu unga fólksins og fulltrúa BVS. Sótt hafði verið um styrk til Evrópu unga fólksins 1. október 2014 og fær verkefnið rúmar 20 milljónir króna í styrk.

28 jan. 2015

Þann 22. janúar sl.  voru undirritaðir samningar milli Evrópu unga fólksins og fulltrúa Barnaverndarstofu annarsvegar og fulltrúa LungA skólans á Seyðisfirði hinsvegar. Báðir aðilar sóttu um styrk til Evrópu unga fólksins 1. október 2014 og fær hvort verkefni rúmar 20 milljónir króna í styrk.

Verkefni Barnaverndarstofu er unnið í samstarfi við sænska sérfræðinga  og felur í sér innleiðingu á notkun matslista sem heita ESTER og er ætlunin að notkun þeirra auki gæði við vinnslu barnaverndarmála.

Evrópa unga fólksins veitir styrki til æskulýðsgeirans á Íslandi úr Erasmus+.  Árið 2014 veitti Evrópa unga fólksins 198 milljónir króna í styrki til 47 verkefna úr Erasmus+ sem er mennta- æskulýðs- og íþróttaáætlun ESB. Næsti umsóknarfrestur um styrki hjá Evrópu unga fólksins er 4. febrúar.

Nánari upplýsingar um ESTER veitir Páll Ólafsson, sviðstjóri Ráðgjafa- og fræðslusviðs Barnaverndarstofu.

Nánari upplýsingar um EUF veitir Hjörtur Ágústsson, kynningarfulltrúi Evrópu unga fólksins.

                                                            


Nýjustu fréttir

03. des. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Tilgangur greiningarinnar er að leggja mat á hvort og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda. Sambærilegar greiningar hafa áður verið gerðar vegna mars til september 2020.

Lesa meira

05. nóv. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum síðustu níu mánaða

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrstu níu mánuði 2020 og borið saman við sama tímabil árin 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á fyrstu níu mánuðum áranna 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

21. sep. 2020 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna Covid-19 veirunnar

Afgreiðsla í Borgartúni 21 verður lokuð en tekið er á móti pósti. Símsvörun í 530 2600 frá kl. 10 til 12 og 13 til 15. Alltaf hægt að senda netpóst á bvs@bvs.is

Lesa meira

07. sep. 2020 : Samanburður á tölum fyrstu sex mánuði 2018 – 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur vegna fyrstu 6 mánuði ársins og borið saman við tölur frá árinu 2018 og 2019

Lesa meira

01. sep. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í júní og júlí 2020 og borið þær saman við tölur í maí 2020 og tölur frá 1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica