112-dagurinn - öryggi og velferð barna og ungmenna í brennidepli

112-dagurinn er haldinn um allt land 11. febrúar og er sjónum að þessu sinni beint að öryggi og velferð barna og ungmenna.

10 feb. 2015


112-dagurinn er haldinn um allt land 11. febrúar og er sjónum að þessu sinni beint að öryggi og velferð barna og ungmenna. Dagurinn var skipulagður í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið og hyggst fjöldi viðbragðsaðila heimsækja grunnskóla landsins til að ræða við nemendur um neyðarnúmerið, slysavarnir og skyndihjálp. Þá fræðir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins börn í 4. bekk um neyðarnúmerið, slysavarnir og skyndihjálp.

Víða verður lögð áhersla á að kynna 112 sem barnaverndarnúmerið en 112 er helsti farvegurinn fyrir almenning til að koma tilkynningum til barnaverndaryfirvalda um allt land.

112-blaðið

112-blaðið kemur út í tilefni dagsins sem fylgiblað Fréttablaðsins. Í blaðinu er að finna fjölda greina og viðtala sem tengjast öryggi og velferð barna og ungmenna.

 

Athöfn í Björgunarmiðstöðinni

Við athöfn í Björgunarmiðstöðinni Skógarhlíð verða veitt verðlaun í Eldvarnagetrauninni 2014, neyðarverði ársins verður veitt viðurkenning, skyndihjálparmaður Rauða krossins útnefndur og loks má nefna að ungum innhringjanda í 112 verður veitt sérstök viðurkenning. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra flytur ávarp við athöfnina. Þá flytja Dr. Gunni og Friðrik Dór 112-lagið með aðstoð Viðbragðssveitarinnar en Dr. Gunni samdi lagið og frumflutti á Barnamenningarhátíð á síðasta ári.

 

Samstarfsaðilar 112-dagsins

112-dagurinn er samstarfsverkefni stofnana og félagasamtaka sem annast margvíslega neyðarþjónustu, almannavarnir og barnavernd í landinu. Þau eru: 112, Barnaverndarstofa, Embætti landlæknis, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Landhelgisgæslan, Landspítalinn, Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Mannvirkjastofnun, Rauði krossinn, Ríkislögreglustjórinn, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Vegagerðin og samstarfsaðilar um allt land.

 

Sjá myndband með Dr. Gunna, Friðriki Dór og Möggu Stínu: 112-lagið


Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica