Norræna barnaverndarráðstefnan 2015

"Hagsmunir barnsins útfrá norrænu sjónarhorni – dæmi um áskoranir og góð vinnubrögð" ráðstefnan verður haldin í Finnlandi, dagana 26, 27og 28 ágúst 2015 í borginni Turku.

6 mar. 2015

Barnaverndarstofa er aðili að Norrænu Barnaverndarráðstefnunni sem haldin er í Finnlandi dagana 26. til 28. ágúst 2015 undir yfirskriftinni "Hagsmunir barnsins útfrá norrænu sjónarhorni – dæmi um áskoranir og góð vinnubrögð"

Norræna Barnaverndarráðstefnan er haldin þriðja hvert ár og er leiðandi ráðstefna um málefni sem varða velferð barna og barnavernd. Umsjón og ábyrgð á ráðstefnunni fer á milli Norðurlandanna  og er Ísland næst í röðinni eða árið 2018.  Á ráðstefnunni er fjallað um nýjustu aðferðir, rannsóknir og þekkingu frá öllum Norðurlöndunum. Á dagskránni eru margir áhugaverðir fyrirlestrar og fjöldinn allur af mismunandi vinnustofum.  Þátttakendur hafa möguleika á að velja dagskrárliði útfrá eigin áhugasviðum og fagmenntun.
Norræna Barnaverndarráðstefnan er einstakt tækifæri til að kynnast þekkingu frá öllum Norðurlöndunum!

Á ráðstefnunni verða kynntar áhugaverðar rannsóknir, nýjar starfssaðferðir og góðar fyrirmyndir. Rætt verður um áskoranir og þátttakendur hafa tækifæri til að deila reynslu með fagfólki frá hinum norðurlöndunum.

Ráðstefnan snýr að öllum áhugasömum sem vilja þróa starf sitt faglega hvað varðar velferðarmál barna og eru forvitnir um hvað við í norðrinu getum lært af hvert öðru.

Nánari upplýsingar, skráning og dagskrá er að finna á: www.nordiskabarnavardskongressen.org og á www.bvs.is/vidburdadagatal


Nýjustu fréttir

03. des. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Tilgangur greiningarinnar er að leggja mat á hvort og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda. Sambærilegar greiningar hafa áður verið gerðar vegna mars til september 2020.

Lesa meira

05. nóv. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum síðustu níu mánaða

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrstu níu mánuði 2020 og borið saman við sama tímabil árin 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á fyrstu níu mánuðum áranna 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

21. sep. 2020 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna Covid-19 veirunnar

Afgreiðsla í Borgartúni 21 verður lokuð en tekið er á móti pósti. Símsvörun í 530 2600 frá kl. 10 til 12 og 13 til 15. Alltaf hægt að senda netpóst á bvs@bvs.is

Lesa meira

07. sep. 2020 : Samanburður á tölum fyrstu sex mánuði 2018 – 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur vegna fyrstu 6 mánuði ársins og borið saman við tölur frá árinu 2018 og 2019

Lesa meira

01. sep. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í júní og júlí 2020 og borið þær saman við tölur í maí 2020 og tölur frá 1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica