Barnahús ykkar til fyrirmyndar segir Thorbjörn Jagland, framkvæmdarstjóri Evrópuráðsins.

24 jún. 2015

Það hvernig þið Íslendingar hafið staðið að Barnahúsi og þeirri starfssemi sem þar fer fram, er fyrirmynd fyrir okkur hin í Evrópu 

Ákveðinn mælikvarði. Jagland sagði m.a. í samtali við Morgunblaðið þann 6. júní sl. að Ísland stæði framarlega í mannréttindamálum í Evrópu. Það hefði lengi legið fyrir. „Það eru mjög fá mál sem berast Mannréttindadómstól Evrópu frá Íslandi, sem er ákveðinn mælikvarði á frammistöðu landa á sviði mannréttindamála. Þó mun ég hvetja íslensk stjórnvöld á mánudag til þess að leggja áherslu á að ljúka við lagasetningu gegn kynþátta- og kynjamisrétti. Slík lög eru mikilvægt tæki í baráttunni gegn mismunun. Raunar er um helmingur aðildarlanda Evrópuráðsins í sömu stöðu og Ísland, að svona lagasetning er ekki frágengin og því beiti ég mér á þessu sviði þegar ég heimsæki aðildarlöndin"
Fyrirmynd fyrir Evrópu „Það hvernig þið á Íslandi hafið staðið að Barnahúsi og þeirri starfsemi sem þar fer fram, þegar grunur leikur á að börn hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi, er fyrirmynd fyrir okkur hin í Evrópu," sagði Jagland. Hann bendir á að Ísland hafi verið fyrsta landið í Evrópu, árið 1998, til þess að opna barnahús, þar sem barnavinsamlegt viðmót, sérfræði og læknisþjónusta standi börnunum til boða. Evrópuráðið vilji beita sér fyrir því að baranhús að íslenskri fyrirmynd séu opnuð um alla Evrópu. Átta slíka barnahús séu nú starfrækt í Noregi


Nýjustu fréttir

03. des. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Tilgangur greiningarinnar er að leggja mat á hvort og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda. Sambærilegar greiningar hafa áður verið gerðar vegna mars til september 2020.

Lesa meira

05. nóv. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum síðustu níu mánaða

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrstu níu mánuði 2020 og borið saman við sama tímabil árin 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á fyrstu níu mánuðum áranna 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

21. sep. 2020 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna Covid-19 veirunnar

Afgreiðsla í Borgartúni 21 verður lokuð en tekið er á móti pósti. Símsvörun í 530 2600 frá kl. 10 til 12 og 13 til 15. Alltaf hægt að senda netpóst á bvs@bvs.is

Lesa meira

07. sep. 2020 : Samanburður á tölum fyrstu sex mánuði 2018 – 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur vegna fyrstu 6 mánuði ársins og borið saman við tölur frá árinu 2018 og 2019

Lesa meira

01. sep. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í júní og júlí 2020 og borið þær saman við tölur í maí 2020 og tölur frá 1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica