ESTER - Ný nálgun til að meta áhættu- og verndandi þætti hjá börnum og fjölskyldum þeirra

Fyrsta námskeið af þremur í notkun matslista og skimunarlista sem beinast að börnum sem eru með eða eru í hættu á að þróa með sér frávikshegðun.

24 ágú. 2015

Vikuna 17. til 21. ágúst sl. hélt Barnaverndarstofa námskeið í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi sem fjallaði um ESTER - sænska matstlista og skimunarlista ætlaðir til að meta áhættu- og verndandi þætti hjá börnum og fjölskyldum þeirra. Um er að ræða gagnreynda áhættu- og verndandi þætti sem hafa áhrif á þróun frávikshegðunar hjá börnum. Námskeiðið tókst einkar vel en þar mættu fulltrúar frá öllum nema einni barnaverndarnefnd  á landinu en þær eru alls 27 talsins. Einnig voru fulltrúar frá fimm þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar. Námskeiðið stóð yfir í fimm daga og voru þátttakendur um áttatíu. Á fyrsta degi var fræðsla á vegum starfsmanna Barnaverndarstofu: Þórarinn Viðar Hjaltason sálfræðingur talaði um áhættu- og þarfamatstæki - gagnsemi og notkun, Magnús F Ólafsson og Ingibjörg Markúsdóttir teymisstjórar í MST fóru yfir áhættu- og verndandi þætti í meðferð, Halldór Hauksson sviðstjóri meðferðar- og fósturteymis Barnaverndarstofu fór yfir innleiðingu nýrra aðferða og að lokum fór Páll Ólafsson sviðstjóri ráðgjafar- og fræðslusviðs Barnaverndarstofu yfir skipulag ESTER - fræðslunnar framundan og kynnti íslenska þýðingu efnisins. Svo tók Henrik Andershed höfundur ESTER við keflinu, þriðjudag tók hann fyrir áhættu- og verndandi þætti ,,Introducktion to risk- and protective factors in practice", miðvikudag var grunnþjálfun í notkun ESTER ,,ESTER-basic training" og á fimmtudag beindi hann sjónum að handleiðslu ,,ESTER- supervisor training". Á lokadeginum tók svo Heiða Björg Pálmadóttir lögfræðingur BVS við keflinu og hélt erindi um ESTER og málsmeðferðarreglur í barnaverndarstarfi. Það er óhætt að segja að almenn ánægja hafi verið með námskeiðið og að allir hafi farið heim með það efst í huga að hefja notkun á verkfærinu við vinnslu barnaverndarmála og annarra mála tengdum þeim.  

Innleiðin ESTER á Íslandi fékk styrk ERASMUS+ í gegnum skifstofu Evrópu ungafólksins hér á landi og hefur það gert Barnaverndarstofu mögulegt að bjóða barnaverndarnefndum þessi námskeið að kostnaðarlausu, ásamt því að þýða á íslensku allt efni sem því tilheyrir. Þetta var fyrsta námskeið af þremur en næsta námskeið verður haldið í nóvember og það síðasta í apríl 2016. Þessu tilraunatímabili um inneiðingu ESTER á Íslandi lýkur svo með ráðstefnu í janúar 2017 og útgáfu lokaskýrslu. Allar frekari upplýsingar um ESTER er hægt að finna á heimasíðu þeirra http://www.ester-bedomning.se.  

       


Nýjustu fréttir

03. des. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Tilgangur greiningarinnar er að leggja mat á hvort og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda. Sambærilegar greiningar hafa áður verið gerðar vegna mars til september 2020.

Lesa meira

05. nóv. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum síðustu níu mánaða

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrstu níu mánuði 2020 og borið saman við sama tímabil árin 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á fyrstu níu mánuðum áranna 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

21. sep. 2020 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna Covid-19 veirunnar

Afgreiðsla í Borgartúni 21 verður lokuð en tekið er á móti pósti. Símsvörun í 530 2600 frá kl. 10 til 12 og 13 til 15. Alltaf hægt að senda netpóst á bvs@bvs.is

Lesa meira

07. sep. 2020 : Samanburður á tölum fyrstu sex mánuði 2018 – 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur vegna fyrstu 6 mánuði ársins og borið saman við tölur frá árinu 2018 og 2019

Lesa meira

01. sep. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í júní og júlí 2020 og borið þær saman við tölur í maí 2020 og tölur frá 1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica