ESTER - Ný nálgun til að meta áhættu- og verndandi þætti hjá börnum og fjölskyldum þeirra

Fyrsta námskeið af þremur í notkun matslista og skimunarlista sem beinast að börnum sem eru með eða eru í hættu á að þróa með sér frávikshegðun.

24 ágú. 2015

Vikuna 17. til 21. ágúst sl. hélt Barnaverndarstofa námskeið í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi sem fjallaði um ESTER - sænska matstlista og skimunarlista ætlaðir til að meta áhættu- og verndandi þætti hjá börnum og fjölskyldum þeirra. Um er að ræða gagnreynda áhættu- og verndandi þætti sem hafa áhrif á þróun frávikshegðunar hjá börnum. Námskeiðið tókst einkar vel en þar mættu fulltrúar frá öllum nema einni barnaverndarnefnd  á landinu en þær eru alls 27 talsins. Einnig voru fulltrúar frá fimm þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar. Námskeiðið stóð yfir í fimm daga og voru þátttakendur um áttatíu. Á fyrsta degi var fræðsla á vegum starfsmanna Barnaverndarstofu: Þórarinn Viðar Hjaltason sálfræðingur talaði um áhættu- og þarfamatstæki - gagnsemi og notkun, Magnús F Ólafsson og Ingibjörg Markúsdóttir teymisstjórar í MST fóru yfir áhættu- og verndandi þætti í meðferð, Halldór Hauksson sviðstjóri meðferðar- og fósturteymis Barnaverndarstofu fór yfir innleiðingu nýrra aðferða og að lokum fór Páll Ólafsson sviðstjóri ráðgjafar- og fræðslusviðs Barnaverndarstofu yfir skipulag ESTER - fræðslunnar framundan og kynnti íslenska þýðingu efnisins. Svo tók Henrik Andershed höfundur ESTER við keflinu, þriðjudag tók hann fyrir áhættu- og verndandi þætti ,,Introducktion to risk- and protective factors in practice", miðvikudag var grunnþjálfun í notkun ESTER ,,ESTER-basic training" og á fimmtudag beindi hann sjónum að handleiðslu ,,ESTER- supervisor training". Á lokadeginum tók svo Heiða Björg Pálmadóttir lögfræðingur BVS við keflinu og hélt erindi um ESTER og málsmeðferðarreglur í barnaverndarstarfi. Það er óhætt að segja að almenn ánægja hafi verið með námskeiðið og að allir hafi farið heim með það efst í huga að hefja notkun á verkfærinu við vinnslu barnaverndarmála og annarra mála tengdum þeim.  

Innleiðin ESTER á Íslandi fékk styrk ERASMUS+ í gegnum skifstofu Evrópu ungafólksins hér á landi og hefur það gert Barnaverndarstofu mögulegt að bjóða barnaverndarnefndum þessi námskeið að kostnaðarlausu, ásamt því að þýða á íslensku allt efni sem því tilheyrir. Þetta var fyrsta námskeið af þremur en næsta námskeið verður haldið í nóvember og það síðasta í apríl 2016. Þessu tilraunatímabili um inneiðingu ESTER á Íslandi lýkur svo með ráðstefnu í janúar 2017 og útgáfu lokaskýrslu. Allar frekari upplýsingar um ESTER er hægt að finna á heimasíðu þeirra http://www.ester-bedomning.se.  

       


Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica