Barnahús í Vilnius vorið 2016

2 okt. 2015

Á blaðamannafundi sem velferðarráðherra Litháen hélt ásamt forstjóra Barnaverndarstofu fyrr í vikunni tilkynnti ráðherrann að Barnahús tæki til starfa í apríl á næsta ári.

Blaðamannafundurinn var haldinn í upphafi námskeiðs um kynferðisofbeldi til undirbúnings starfseminni þar sem Bragi Guðbrandsson og Ólöf Ásta Farestveit veittu fræðslu til 170 barnaverndarstarfsmanna, lögreglu, saksóknara, lækna og sálfræðinga hvaðanæva af landinu. Áætlað er að seinni þjálfunin, sem einkum er ætluð starfsfólki hússins, fari fram í janúar. Sérfræðingar frá Litháen hafa þegar komið í eina námsferð til Íslands og er önnur áætluð í næsta mánuði.

Forsaga málsins er sú að árið 2013 barst Barnaverndarstofu erindi frá velferðarráðherra Litháen þar sem þess var farið á leit að Barnaverndarstofa veitti liðsinni til þess að koma á fót Barnahúsi að íslenskri fyrirmynd í Vilnius. Í framhaldi fór forstjóri stofunnar í tvígang til Litháen á síðasta ári til undirbúnings verkefnisins en félagsmálasjóður ESS veitir verulegum fjármunum til stuðnings verkefnisins. Nú er hefur verið ákveðið að stefna á opnun hússins hinn 1. apríl 2016. Málið hefur vakið mikla athygli í Litháen og fengið talsverða fjölmiðlaumfjöllun svo sem sjá má á eftirfarandi vefslóðum en athygli skal vakin á því að unnt er að notast við google þýðingarforritið til að lesa fréttirnar á ensku.

http://www.delfi.lt/news/daily/lithuania/tiesina-kelia-i-teisinguma-neitiketina-kokias-kancias-patiria-prievartauti-vaikai.d?id=69133850

http://www.socmin.lt/lt/naujienos/pranesimai-spaudai/ministre-a.-pabedinskiene-53ub.html

http://www.alfa.lt/straipsnis/49916205/seksualini-smurta-patyre-vaikai-nebekeliaus-po-instituciju-kabinetus?p=2 

http://www.15min.lt/naujiena/aktualu/lietuva/nuo-seksualines-prievartos-nukentejusiems-vaikams-steigiamas-centras-56-530763Nýjustu fréttir

12. maí 2022 : Nýir starfsmenn Barna- og fjölskyldustofu

Ráðningar forstöðumanna á meðferðarheimilum

Lesa meira

14. mar. 2022 : Náum áttum - Skóli fyrir öll börn. Lausnir og tækifæri til farsældar.

Morgunverðarfundur miðvikudaginn 16. mars 2022 kl. 8:30-10:00 á ZOOM

Lesa meira

04. mar. 2022 : Opnun Barna- og fjölskyldustofu

Í gær var haldin formleg opnun Barna- og fjölskyldustofu. Af því tilefni færði Ásmundur Einar Daðason Mennta- og barnamálaráðherra Ólöfu Ástu Farestveit forstjóra Barna- og fjölskyldustofu fallega mynd af hjarta með þeim orðum að stofan væri hjartað í barnaverndarkerfinu. 

11. feb. 2022 : 112-dagurinn – ofbeldi og rétt samskipti við neyðarverði 112

Þann 11. febrúar ár hvert heldur Neyðarlínan upp á 112 daginn, til að minna á neyðarnúmer allra landsmanna

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica