Eftirlitsskýrsla Lanzarote nefndarinnar komin út

7 des. 2015

Lanzarote nefndin hefur nú samþykkt fyrstu eftirlitsskýrslu sína um framkvæmd Lanzarote samningsins og var hún birt fyrr í dag á heimasíðu Evrópuráðsins.

Lanzarote nefndin hefur nú samþykkt fyrstu eftirlitsskýrslu sína um framkvæmd Lanzarote samningsins og var hún birt fyrr í dag á heimasíðu Evrópuráðsins. Nefndin kaus að viðhafa svonefnda "stef aðferð" (thematic monitoring) við eftirlitið í stað þess að beina sjónum sínum að einstökum ríkjum svo sem barnaréttarnefnd S.þ gerir vegna eftirlits með framkvæmd Barnasamningsins. Stefið í þessari fyrstu skýrslu nefndarinnar var "sexual abuse in the circle of trust", og er þá litið til kynferðisbrota sem börn sæta af hálfu þeirra sem eru í trúnaðar-, áhrifa- eða ábyrgðarstöðu gagnvart þeim börnum sem brotið er á. Á þetta m.a. við kynferðisbrot innan fjölskyldu eða af hálfu annarra nákominna barninu, þ.m.t. frændfólks, kennara eða nágranna.

Viðfangsefnið var m.a. valið með hliðsjón af því að Lanzarote samningurinn er eini alþjóðasamningurinn sem tekur til slíkra kynferðisbrota. Þessu til viðbótar má nefna að ofangreind brot eru þau algengustu og því til áréttingar er vísað í skýrslunni til tölfræðilegra gagna frá Íslandi þar sem kemur fram að yfirleitt er svo ástatt í þrem af hverjum fjórum tilvikum þegar kynferðisbrot gegn börnum eiga í hlut.

Skýrsla nefndarinnar að þessu sinni beinist sérstaklega að fjórum þáttum: saknæmi brota, söfnun tölfræðilegra upplýsinga, vernd barna í við málsmeðferð réttarvörslukerfisins og ábyrgð lögaðila.

Skýrsluna í heild sinni má lesa hér.


Nýjustu fréttir

03. des. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Tilgangur greiningarinnar er að leggja mat á hvort og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda. Sambærilegar greiningar hafa áður verið gerðar vegna mars til september 2020.

Lesa meira

05. nóv. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum síðustu níu mánaða

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrstu níu mánuði 2020 og borið saman við sama tímabil árin 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á fyrstu níu mánuðum áranna 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

21. sep. 2020 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna Covid-19 veirunnar

Afgreiðsla í Borgartúni 21 verður lokuð en tekið er á móti pósti. Símsvörun í 530 2600 frá kl. 10 til 12 og 13 til 15. Alltaf hægt að senda netpóst á bvs@bvs.is

Lesa meira

07. sep. 2020 : Samanburður á tölum fyrstu sex mánuði 2018 – 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur vegna fyrstu 6 mánuði ársins og borið saman við tölur frá árinu 2018 og 2019

Lesa meira

01. sep. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í júní og júlí 2020 og borið þær saman við tölur í maí 2020 og tölur frá 1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica