Opið fyrir umsóknir í PMTO meðferðarmenntun

Námið er ætlað fagfólki með framhaldsmenntun á háskólastigi, sem sinnir meðferð fyrir foreldra barna með aðlögunarvanda, einkum hegðunarerfiðleika.

7 apr. 2016

Við minnum á að opið er fyrir umsóknir í PMTO meðferðarmenntun.

Námið er ætlað fagfólki með framhaldsmenntun á háskólastigi, sem sinnir meðferð fyrir foreldra barna með aðlögunarvanda, einkum hegðunarerfiðleika. Menntunin er ítarleg en nemendur öðlast leikni í að beita meðferðinni og takast á við og draga úr mótþróa hjá foreldrum gagnvart þeim aðferðum sem þeir þurfa að tileinka sér. Námið er krefjandi, líflegt og gefur tækifæri til hagnýtrar klínískrar þjálfunar undir traustri handleiðslu PMTO sérfræðinga.

Upplýsingar um námið má nálgast á heimasíðu www.pmto.isog frekari fyrirspurnum svara Anna María (annamaria@bvs.is) og Edda Vikar (edda@bvs.is).  Umsóknarfrestur rennur út 12. maí 2016.

 Fjöldi fagfólks hefur nú þegar lokið námi í aðferðinni og boðið er upp á PMTO þjónustu fyrir foreldra víðsvegar á landinu. Nú er tækifæri til að slást í hóp fagaðila sem hafa bætt við sig þekkingu á þessu sviði. Hópurinn sem fer af stað í haust er sá sjöundi frá því að boðið var upp á námið hér á landi.

 


Nýjustu fréttir

03. des. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Tilgangur greiningarinnar er að leggja mat á hvort og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda. Sambærilegar greiningar hafa áður verið gerðar vegna mars til september 2020.

Lesa meira

05. nóv. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum síðustu níu mánaða

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrstu níu mánuði 2020 og borið saman við sama tímabil árin 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á fyrstu níu mánuðum áranna 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

21. sep. 2020 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna Covid-19 veirunnar

Afgreiðsla í Borgartúni 21 verður lokuð en tekið er á móti pósti. Símsvörun í 530 2600 frá kl. 10 til 12 og 13 til 15. Alltaf hægt að senda netpóst á bvs@bvs.is

Lesa meira

07. sep. 2020 : Samanburður á tölum fyrstu sex mánuði 2018 – 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur vegna fyrstu 6 mánuði ársins og borið saman við tölur frá árinu 2018 og 2019

Lesa meira

01. sep. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í júní og júlí 2020 og borið þær saman við tölur í maí 2020 og tölur frá 1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica