Opið fyrir umsóknir í PMTO meðferðarmenntun

Námið er ætlað fagfólki með framhaldsmenntun á háskólastigi, sem sinnir meðferð fyrir foreldra barna með aðlögunarvanda, einkum hegðunarerfiðleika.

7 apr. 2016

Við minnum á að opið er fyrir umsóknir í PMTO meðferðarmenntun.

Námið er ætlað fagfólki með framhaldsmenntun á háskólastigi, sem sinnir meðferð fyrir foreldra barna með aðlögunarvanda, einkum hegðunarerfiðleika. Menntunin er ítarleg en nemendur öðlast leikni í að beita meðferðinni og takast á við og draga úr mótþróa hjá foreldrum gagnvart þeim aðferðum sem þeir þurfa að tileinka sér. Námið er krefjandi, líflegt og gefur tækifæri til hagnýtrar klínískrar þjálfunar undir traustri handleiðslu PMTO sérfræðinga.

Upplýsingar um námið má nálgast á heimasíðu www.pmto.isog frekari fyrirspurnum svara Anna María (annamaria@bvs.is) og Edda Vikar (edda@bvs.is).  Umsóknarfrestur rennur út 12. maí 2016.

 Fjöldi fagfólks hefur nú þegar lokið námi í aðferðinni og boðið er upp á PMTO þjónustu fyrir foreldra víðsvegar á landinu. Nú er tækifæri til að slást í hóp fagaðila sem hafa bætt við sig þekkingu á þessu sviði. Hópurinn sem fer af stað í haust er sá sjöundi frá því að boðið var upp á námið hér á landi.

 


Nýjustu fréttir

09. ágú. 2022 : Störf laus til umsóknar

Barna- og fjölskyldustofa auglýsir eftir MST meðferðaraðilum og rekstrarstjóra á Stuðla

Lesa meira
Merki BOFS

13. júl. 2022 : Ráðning forstöðumanns í Barnahúsi

Margrét Kristín Magnúsdóttir hefur verið ráðin í stöðu forstöðumanns í Barnahúsi. 

Lesa meira

20. jún. 2022 : Barna- og fjölskyldustofa gerði samstarfssamning við Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands um ritun sögu barnaverndar hérlendis.

Barna- og fjölskyldustofa gerði samstarfssamning við Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands um ritun sögu barnaverndar hérlendis en þetta er tileinkað þeim tímamótum að liðin eru 90 ár frá setningu fyrstu barnaverndarlaga hér á landi og rúmlega 25 ár síðan Barnaverndarstofa nú Barna- og fjölskyldustofa var sett á laggirnar. Sigrún Harðardóttir skrifaði undir samninginn fyrir hönd Háskóla Íslands og Ólöf Ásta Farestveit fyrir hönd Barna- og fjölskyldustofu. Skipuð verður 6-8 manna ritnefnd. Áætlað er að fræðiritið komi út fyrri hluta ársins 2024. 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica