Stofnun Barnahúsa á Englandi!

27 apr. 2016

Þessa dagana er stödd hér á landi sendinefnd frá Englandi í því skyni að kynna sér starfsemi hins íslenska Barnahúss.

 Koma nefndarinnar er að frumkvæði Anne Longefield, umboðsmanns barna á Englandi (Children´s Commissioner for England) en með henni í för eru fulltrúar þarlendra ráðuneyta, ríkissaksóknara og dómara auk fulltrúa frá National Health Services.

Skrifstofa borgarstjóra London ákvað fyrr á árinu 2016 að koma á fót þar í borg tveimur Barnahúsum í tilraunaskyni en áform eru um enn frekari uppbyggingu barnahúsa á Englandi.

Barnaverndarstofa hefur veg og vanda af heimsókninni en sendinefndin mun heimsækja Barnahúsið okkar og hitta fulltrúa allra stofnana sem að starfsemi þess koma. Þá mun umboðsmaðurinn eiga fund með Eygló Harðardóttur félags- og húsnæðismálaráðherra á meðan dvöl hennar hér stendur.


Nýjustu fréttir

09. ágú. 2022 : Störf laus til umsóknar

Barna- og fjölskyldustofa auglýsir eftir MST meðferðaraðilum og rekstrarstjóra á Stuðla

Lesa meira
Merki BOFS

13. júl. 2022 : Ráðning forstöðumanns í Barnahúsi

Margrét Kristín Magnúsdóttir hefur verið ráðin í stöðu forstöðumanns í Barnahúsi. 

Lesa meira

20. jún. 2022 : Barna- og fjölskyldustofa gerði samstarfssamning við Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands um ritun sögu barnaverndar hérlendis.

Barna- og fjölskyldustofa gerði samstarfssamning við Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands um ritun sögu barnaverndar hérlendis en þetta er tileinkað þeim tímamótum að liðin eru 90 ár frá setningu fyrstu barnaverndarlaga hér á landi og rúmlega 25 ár síðan Barnaverndarstofa nú Barna- og fjölskyldustofa var sett á laggirnar. Sigrún Harðardóttir skrifaði undir samninginn fyrir hönd Háskóla Íslands og Ólöf Ásta Farestveit fyrir hönd Barna- og fjölskyldustofu. Skipuð verður 6-8 manna ritnefnd. Áætlað er að fræðiritið komi út fyrri hluta ársins 2024. 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica