Stofnun Barnahúsa á Englandi!

27 apr. 2016

Þessa dagana er stödd hér á landi sendinefnd frá Englandi í því skyni að kynna sér starfsemi hins íslenska Barnahúss.

 Koma nefndarinnar er að frumkvæði Anne Longefield, umboðsmanns barna á Englandi (Children´s Commissioner for England) en með henni í för eru fulltrúar þarlendra ráðuneyta, ríkissaksóknara og dómara auk fulltrúa frá National Health Services.

Skrifstofa borgarstjóra London ákvað fyrr á árinu 2016 að koma á fót þar í borg tveimur Barnahúsum í tilraunaskyni en áform eru um enn frekari uppbyggingu barnahúsa á Englandi.

Barnaverndarstofa hefur veg og vanda af heimsókninni en sendinefndin mun heimsækja Barnahúsið okkar og hitta fulltrúa allra stofnana sem að starfsemi þess koma. Þá mun umboðsmaðurinn eiga fund með Eygló Harðardóttur félags- og húsnæðismálaráðherra á meðan dvöl hennar hér stendur.


Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica