Stofnun Barnahúsa á Englandi!

27 apr. 2016

Þessa dagana er stödd hér á landi sendinefnd frá Englandi í því skyni að kynna sér starfsemi hins íslenska Barnahúss.

 Koma nefndarinnar er að frumkvæði Anne Longefield, umboðsmanns barna á Englandi (Children´s Commissioner for England) en með henni í för eru fulltrúar þarlendra ráðuneyta, ríkissaksóknara og dómara auk fulltrúa frá National Health Services.

Skrifstofa borgarstjóra London ákvað fyrr á árinu 2016 að koma á fót þar í borg tveimur Barnahúsum í tilraunaskyni en áform eru um enn frekari uppbyggingu barnahúsa á Englandi.

Barnaverndarstofa hefur veg og vanda af heimsókninni en sendinefndin mun heimsækja Barnahúsið okkar og hitta fulltrúa allra stofnana sem að starfsemi þess koma. Þá mun umboðsmaðurinn eiga fund með Eygló Harðardóttur félags- og húsnæðismálaráðherra á meðan dvöl hennar hér stendur.


Nýjustu fréttir

03. des. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Tilgangur greiningarinnar er að leggja mat á hvort og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda. Sambærilegar greiningar hafa áður verið gerðar vegna mars til september 2020.

Lesa meira

05. nóv. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum síðustu níu mánaða

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrstu níu mánuði 2020 og borið saman við sama tímabil árin 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á fyrstu níu mánuðum áranna 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

21. sep. 2020 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna Covid-19 veirunnar

Afgreiðsla í Borgartúni 21 verður lokuð en tekið er á móti pósti. Símsvörun í 530 2600 frá kl. 10 til 12 og 13 til 15. Alltaf hægt að senda netpóst á bvs@bvs.is

Lesa meira

07. sep. 2020 : Samanburður á tölum fyrstu sex mánuði 2018 – 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur vegna fyrstu 6 mánuði ársins og borið saman við tölur frá árinu 2018 og 2019

Lesa meira

01. sep. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í júní og júlí 2020 og borið þær saman við tölur í maí 2020 og tölur frá 1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica