Heilluð af hugmyndum Barnahúss

28 apr. 2016

Umboðsmaður barna á Bretlandi, Anne Long­field, er stödd hér á landi til þess að kynna sér starf­semi Barna­húss en hún von­ast til þess að opnuð verði Barna­hús í Bretlandi á næstu árum að ís­lenskri fyr­ir­mynd. Barna­hús er orðið alþjóðlegt fyr­ir­bæri und­ir ís­lenska nafn­inu og seg­ir for­stjóri Barna­vernd­ar­stofu það mik­inn heiður.

Eftirfarandi frétt birtist á mbl þann 28 apríl - smelltu hér til að sjá alla fréttina

Umboðsmaður barna á Bretlandi, Anne Long­field, er stödd hér á landi til þess að kynna sér starf­semi Barna­húss en hún von­ast til þess að opnuð verði Barna­hús í Bretlandi á næstu árum að ís­lenskri fyr­ir­mynd. Barna­hús er orðið alþjóðlegt fyr­ir­bæri und­ir ís­lenska nafn­inu og seg­ir for­stjóri Barna­vernd­ar­stofu það mik­inn heiður.

Umboðsmaður barna í Bretlandi er sjálf­stætt embætti fjár­magnað af rík­inu. Long­field er hér á landi ásamt tíu manna nefnd á veg­um bresku rík­is­stjórn­ar­inn­ar til þess að kynna sér starf­semi Barna­húss.  

„Eitt sem ég hef verið að skoða í mínu embætti er hvernig við get­um boðið börn­um sem hafa verið mis­notuð kyn­ferðis­lega betri stuðning,“ seg­ir Long­field í sam­tali við mbl.is.

„Við vit­um af því að í Bretlandi er ekki sagt frá stór­um hluta mis­notk­un­ar gegn börn­um. Börn segja ekki frá hvað er gert við þau  og ef það er gert tek­ur við langt ferli, fyrst rann­sókn og svo dómsmeðferð. Börn þurfa oft að bíða lengi eft­ir að fá and­lega hjálp og við höf­um verið að skoða leiðir til að bæta þetta og að börn fái betri hjálp og fái hana fyrr til að jafna sig.“

Long­field seg­ist hafa heyrt af hug­mynd­inni bakvið Barna­hús og starf­sem­inni sem fer þar fram og var mælt með því við embættið að skoðað yrði hvernig Barna­hús myndi virka í Bretlandi. „Við vild­um koma hingað og sjá sjálf hvernig Barna­húsið virk­ar, tala við fólkið sem vinn­ur þar, ásamt full­trú­um stjórn­valda og dóms­yf­ir­valda til þess að heyra þeirra álit. Svo þurf­um við að skoða hvernig þær upp­lýs­ing­ar gætu nýst heima í Bretlandi.“

Staður sem er bú­inn til fyr­ir börn

Long­field seg­ist þykja mikið til koma af starf­semi Barna­hús, þá sér­stak­lega vegna þess að þar eru börn­in þunga­miðjan og öll þjón­usta snýr að þeim.

„Þetta er staður sem er bú­inn til fyr­ir börn og aug­ljós­lega eru börn­in þunga­miðjan. Við höf­um aðeins heyrt góða hluti um hvernig starf­sem­in hef­ur haft mik­il­væg áhrif og breytt því hvernig tekið er á móti börn­um sem verða fyr­ir mis­notk­un.“

Með Long­field í för eru full­trú­ar frá öll­um ráðuneyt­um Bret­lands og seg­ir Long­field  mik­inn áhuga fyr­ir því að prófa hug­mynd­ir Barna­húss í Bretlandi. Von­ast hún til þess að fyrsta Barna­húsið verði opnað þar eft­ir tvö til þrjú ár.  

Veit­ir börn­um sjálfs­traust til að segja frá

Hún seg­ir umræðuna um kyn­ferðis­legt of­beldi gegn börn­um hafa auk­ist síðustu ár í Bretlandi, sér­stak­lega í ljósi fregna af glæpa­gengj­um sem herja á börn. Þá hef­ur þó líka orðið aukn­ing í umræðunni um kyn­ferðis­brot sem börn verða fyr­ir af fjöl­skyldumeðlim­um. Að sögn Long­field er aðeins eitt af hverj­um átta mál­um þar sem fjöl­skyldumeðlim­ur er ger­and­inn til­kynnt til yf­ir­valda.

„Eitt sem vek­ur áhuga okk­ar á Barna­húsi er hvernig starf­sem­in veit­ir börn­um sjálfs­traust til þess að segja ein­hverj­um frá því sem þau hafa upp­lifað,“ seg­ir hún og bæt­ir við að með auk­inni um­fjöll­un um kyn­ferðis­lega mis­notk­un gegn börn­um skap­ist frek­ari þörf til lausna. „Þessi heim­sókn okk­ar til Íslands kem­ur á mjög góðum tíma.“

Líða tvö ár frá til­kynn­ingu til meðferðar

Hún seg­ir að eins og kerfið er núna er ferlið frá því að barn seg­ir frá broti og þar til það fær dómsmeðferð um tvö ár. Þá þurfa þau oft að bíða jafn­lengi eft­ir að fá hjálp frá fagaðilum við að vinna úr áfall­inu. „Hér heyr­um við að það taki ekki nema 1-2 vik­ur fyr­ir börn­in að fá hjálp og að það sé keðja sál­fræðinga og fagaðila sem ræða við börn­in. Það þýðir að yf­ir­völd fá miklu betri sönn­un­ar­gögn og skýr­ari mynd af því sem gerðist. Þetta eru án efa atriði sem við vilj­um að verði tek­in upp í okk­ar kerfi,“ seg­ir Long­field.

„Barna­hús er aug­ljós­lega eitt­hvað sem Íslend­ing­ar eru mjög stolt­ir af og við erum þakk­lát að fá tæki­færi til þess að læra meira um það.“

Orðið alþjóðlegt fyr­ir­bæri

Barna­hús er á veg­um Barna­vernd­ar­stofu sem fer með stjórn barna­vernd­ar­mála í umboði vel­ferðarráðuneyt­is­ins. Bragi Guðbrands­son, for­stjóri Barna­vernd­ar­stofu, seg­ir það ánægju­efni að Bret­ar líti til Íslands í þess­um mál­um. „Það er auðvitað ofboðsleg­ur heiður fyr­ir okk­ur að breska stór­veldið, sem býr yfir allri þess­ari þekk­ingu og reynslu, leiti til okk­ar. Uppi eru kröf­ur um að taka allt kerfið þeirra í gegn og koma á fót um­bót­um til þess að bæta rann­sókn og meðferð þessa mála en þó þannig að börn­in séu í þunga­miðjunni,“ seg­ir Bragi í sam­tali við mbl.is.

Barna­hús var sett á lagg­irn­ar árið 1998 og er nú á viss­an hátt orðið alþjóðlegt fyr­ir­bæri. Norður­lönd­in hafa tekið upp Barna­húss-mód­elið, fyrst Sví­ar árið 2005 og Norðmenn tveim­ur árum seinna. Þá opnaði fyrsta Barna­húsið í Dan­mörku árið 2013. Í Svíþjóð eru Barna­hús í 30 borg­um og í tíu borg­um í Nor­egi.        

Opn­ar í Lit­há­en og Kýp­ur

„Það sem er sér­stakt við Barna­húsið er að barnið er þunga­miðja starf­sem­inn­ar og all­ar stofn­an­ir sem hafa hlut­verk að gegna við rann­sókn hvers máls vinna sam­an und­ir einu þaki,“ seg­ir Bragi. Full­trú­ar Barna­vernd­ar, lög­reglu, dóms­kerf­is­ins og heil­brigðis­kerf­is­ins koma all­ir í Barna­húsið og ræða þar við barnið.

„Þannig fer barnið bara í eitt viðtal þar sem framb­urður barns­ins er feng­inn. Áður þurfti að fara á milli full­trúa og í mörg viðtöl sem höfðu skelfi­leg­ar af­leiðing­ar, bæði fyr­ir barnið sjálft og framb­urð þess,“ seg­ir Bragi. Nefn­ir hann slæm áhrif þess fyr­ir barnið að þurfa að upp­lifa áfallið end­ur­tekið með því að þurfa ít­rekað að segja frá og þá skemm­ir það málsmeðferðina þegar að framb­urður barns­ins breyt­ist milli viðtala. Þá var áður ekki endi­lega fólk að taka á móti börn­un­um sem höfðu fengið þjálf­un í að ræða við börn.

„Barna­hús er að verða ráðandi form á þessu sviði og er að breiðast út víða,“ seg­ir Bragi en í júní opn­ar fyrsta Barna­húsið utan Norður­land­anna en það verður í Vilnius í Lit­há­en. Þá mun Barna­hús einnig opna í Kýp­ur í byrj­un næsta árs. „Þetta er að verða alþjóðlegt fyr­ir­bæri.“


Nýjustu fréttir

03. des. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Tilgangur greiningarinnar er að leggja mat á hvort og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda. Sambærilegar greiningar hafa áður verið gerðar vegna mars til september 2020.

Lesa meira

05. nóv. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum síðustu níu mánaða

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrstu níu mánuði 2020 og borið saman við sama tímabil árin 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á fyrstu níu mánuðum áranna 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

21. sep. 2020 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna Covid-19 veirunnar

Afgreiðsla í Borgartúni 21 verður lokuð en tekið er á móti pósti. Símsvörun í 530 2600 frá kl. 10 til 12 og 13 til 15. Alltaf hægt að senda netpóst á bvs@bvs.is

Lesa meira

07. sep. 2020 : Samanburður á tölum fyrstu sex mánuði 2018 – 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur vegna fyrstu 6 mánuði ársins og borið saman við tölur frá árinu 2018 og 2019

Lesa meira

01. sep. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í júní og júlí 2020 og borið þær saman við tölur í maí 2020 og tölur frá 1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica