Foster Pride námskeið fyrir fósturforeldra

13 sep. 2016

Barnaverndarstofa hefur frá árinu 2004 haldið Foster Pride námskeið fyrir fósturforeldra. Alls hafa verið haldin 25 námskeið frá upphafi og þátttakendur verið 423. Foster Pride námskeiðunum er ætlað að undirbúa fósturforeldra áður en þeir taka börn í fóstur. Námskeiðið felur m.a. í sér hæfnismat þar sem þátttakendur sjálfir og umsjónarmenn námskeiðs leggja sameiginlega mat á hæfni og möguleika viðkomandi til að taka barn i fóstur.  Um er að ræða bandarískt kennsluefni í fósturmálum sem hefur verið innleitt á Norðurlöndum.

Nánari upplýsingar um innihald og fyrirkomulag Foster Pride er að finna á heimasíðu Barnaverndarstofu en hér eru einnig að finna upplýsingar varðandi umsókn um leyfi fósturforeldra og umsóknargögn. Námskeiðin eru haldin tvisvar á ári og hefjast í febrúar og september ár hvert. Næsta Foster Pride námskeið hefst 17. september nk. og eru skráðir 20 þátttakendur sem er hámarksfjöldi. Þegar er komin biðlisti vegna þátttöku á námskeiðinu sem hefst í febrúar 2017. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Barnaverndarstofu í síma 530-2600. Einnig er hægt að senda tölvupóst á bvs@bvs.is til að fá frekari upplýsingar.


Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica