Framrás Barnahúss heldur áfram með stuðningi Silvíu drottningar

30 nóv. 2016

Dagana 28. og 29. nóvember komu saman í Linköping í Svíþjóð fulltrúar 20 ríkja sem koma við sögu í verkefninu PROMISE en það miðar að því að innleiða Barnahús um alla Evrópu.

Hennar hátign, Silvia, heiðraði átakið með komu sinni en hún flutti ávarp á fundinum þar sem hún fjallaði m.a. um þau áhrif sem hún hefði orðið fyrir í heimsókn til Barnahússins á Íslandi árið 2004. Sú heimsókn var upphafið að hraðri uppbyggingu Barnahúsa í Svíþjóð. 

Forstjóri Barnaverndarstofu, Bragi Guðbrandsson, er frumkvöðull að útbreiðslu Barnahúsa í Evrópu eins og kunnugt er. Honum var falið að taka á móti drottningunni f.h. verkefnisins og snæða með henni hádegisverð. Að honum loknum var meðfylgjandi mynd tekin. 

Fjöldi Barnahúsa í Evrópu fer nú að nálgast 60. Í erindi Braga Guðbrandssonar á fundinum kom m.a. fram að framrás Barnahúsa utan Norðurlandanna er nú að hefjast. Nú þegar hafa Barnahús tekið til starfa í Litháen og Ungverjalandi. Ákveðið er að tvö Barnahús taki til starfa í Englandi á næsta ári. Jafnframt hefur verið ákveðið að opna Barnahús í Eistlandi og á Möltu. Líkur eru á að fljótlega bætist Lettland, Luxemborg, Pólland og Þýskaland í hóp þessara ríkja. 

Frekari upplýsingar um stöðu þessa verkefnis má sjá á heimasíðu CBSS Expert group on Children at Risk



Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica