Nýir starfsmenn Barna- og fjölskyldustofu

12 maí 2022

Ráðningar forstöðumanna á meðferðarheimilum

Úlfur Einarsson hefur verið ráðinn í stöðu forstöðumanns á Stuðlum. Úlfur er útskrifaður frá Háskóla Íslands sem framhaldsskólakennari og hefur lokið viðbótardiplómu á framhaldsstigi í afbrotafræði. Þá hefur hann starfað á Stuðlum frá árinu 2009 í fjölbreyttum störfum næturvarðar, ráðgjafa og hópstjóra. Á árunum 2018 til 2021 gegndi Úlfur starfi deildarstjóra á vistheimilinu Fannafold og meðferðarheimilinu Lækjarbakka ásamt því að starfa sem verkefnastjóri skóla- og atvinnumála frá 2020 á meðferðaheimilum Barna- og fjölskyldustofu. Úlfur  tók við stöðu forstöðumanns  Stuðla 1. maí s.l.

Dögg Þrastardóttir tekur við sem forstöðumaður Lækjarbakka. Lækjarbakki mun nú heyra beint undir meðferðarsvið Barna- og fjölskyldustofu. Dögg hefur verið í stöðu deildarstjóra frá því að Lækjarbakki varð deild útfrá Stuðlum. Dögg er félagsráðgjafi að mennt og hefur áður starfað í barnavernd og fötlunarmálum.

Einnig hefur verið gengið frá ráðningu á forstöðumanni á meðferðarheimili að Laugalandi. Í starfið var ráðin Ólína Freysteinsdóttir, hún er með BA próf í nútímafræðum og meistarapróf í bæði náms- og starfsráðgjöf og fjölskyldumeðferð. Ólína hefur starfað sem fjölskyldumeðferðarfræðingur, sem náms- og starfsráðgjafi hjá háskólanum á Akureyri og nú síðast í BUG- teymi hjá sjúkrahúsinu á Akureyri svo eitthvað sé nefnt.


Nýjustu fréttir

14. mar. 2022 : Náum áttum - Skóli fyrir öll börn. Lausnir og tækifæri til farsældar.

Morgunverðarfundur miðvikudaginn 16. mars 2022 kl. 8:30-10:00 á ZOOM

Lesa meira

04. mar. 2022 : Opnun Barna- og fjölskyldustofu

Í gær var haldin formleg opnun Barna- og fjölskyldustofu. Af því tilefni færði Ásmundur Einar Daðason Mennta- og barnamálaráðherra Ólöfu Ástu Farestveit forstjóra Barna- og fjölskyldustofu fallega mynd af hjarta með þeim orðum að stofan væri hjartað í barnaverndarkerfinu. 

11. feb. 2022 : 112-dagurinn – ofbeldi og rétt samskipti við neyðarverði 112

Þann 11. febrúar ár hvert heldur Neyðarlínan upp á 112 daginn, til að minna á neyðarnúmer allra landsmanna

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica