Opnun útibús Barnahúss á Norðurlandi

Þann 1. apríl nk. kl. 10 verður útibú Barnahús á Norðurlandi formlega opnað á Akureyri.

27 mar. 2019

Í tilefni af 20 ára afmæli Barnahúss í fyrra fékk Barnaverndarstofa veglega gjöf frá félags- og barnamálaráðherra, dómsmálaráðherra og Lögreglunni á Norðurlandi eystra svo hægt væri að koma á fót útibúi fyrir Barnahús á Norðurlandi. 

Opnun útibús Barnahúss á Norðurlandi 

Þann 1. apríl nk. kl. 10 verður útibú Barnahús á Norðurlandi formlega opnað á Akureyri. 

Í tilefni af 20 ára afmæli Barnahúss í fyrra fékk Barnaverndarstofa veglega gjöf frá félags- og barnamálaráðherra, dómsmálaráðherra og Lögreglunni á Norðurlandi eystra svo hægt væri að koma á fót útibúi fyrir Barnahús á Norðurlandi. 

Frá þeim tíma hefur verið unnið hörðum höndum að undirbúa opnun útibúsins á Akureyri. Það er Barnaverndarstofu og Barnahúsi mikil ánægja að upplýsa um það að útibúið hefur tekið til starfa. Opnun útibúsins felur í sér að til staðar verður sérútbúin aðstaða fyrir börn á Norðurlandi sem fá meðferðarviðtöl frá Barnahúsi. Einnig hefur verið útbúin sérstök aðstaða með nýjustu tækni þar sem hægt verður að taka rannsóknarviðtöl við börn, bæði á vegum barnaverndarnefnda og dómstóla. Er aðstaðan til skýrslutöku því síst síðri þeirri sem er í Barnahúsi í Reykjavík.  

Er útibúið opnað í góðri samvinnu við Lögregluna á Norðurlandi eystra, barnavernd Eyjafjarðar og dómstólasýsluna og mun útibúið geta veitt börnum af öllu Norðurlandi þjónustu, og börnum sem búsett eru annars staðar, teljist það þjóna hagsmunum viðkomandi barna.  

Opnun útibús Barnahúss felur í sér byltingu við þjónustu við börn utan höfuðborgarsvæðisins. 

Dagskrá opnunarinnar verður eftirfarandi: 

Ávörp halda: 

Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu 

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra 

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra 

Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss 

Halldór Björnsson starfandi dómstjóri Héraðsdómi Norðurlands eystra 

Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra 

Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður barnaverndar hjá Fjölskyldusviði Akureyrar 

 

Einnig mun Barnakór Akureyrarkirkju syngja  


Nýjustu fréttir

03. des. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Tilgangur greiningarinnar er að leggja mat á hvort og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda. Sambærilegar greiningar hafa áður verið gerðar vegna mars til september 2020.

Lesa meira

05. nóv. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum síðustu níu mánaða

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrstu níu mánuði 2020 og borið saman við sama tímabil árin 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á fyrstu níu mánuðum áranna 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

21. sep. 2020 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna Covid-19 veirunnar

Afgreiðsla í Borgartúni 21 verður lokuð en tekið er á móti pósti. Símsvörun í 530 2600 frá kl. 10 til 12 og 13 til 15. Alltaf hægt að senda netpóst á bvs@bvs.is

Lesa meira

07. sep. 2020 : Samanburður á tölum fyrstu sex mánuði 2018 – 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur vegna fyrstu 6 mánuði ársins og borið saman við tölur frá árinu 2018 og 2019

Lesa meira

01. sep. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í júní og júlí 2020 og borið þær saman við tölur í maí 2020 og tölur frá 1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica