PMTO er hágæðaúr­ræði sem þyrfti að vera í boði fyr­ir sem flesta for­eldra barna með aðlög­un­ar­erfiðleika.


13 des. 2018

Í grein á mbl.is þann 11. desember sl.  eru tekin viðtöl við foreldra sem þegið hafa PMTO úrræðið. (Parent Management Training Oregon á íslensku Foreldrafærniþjálfun) Þessir foreldrar segja að þetta hafi breytt miklu í lífi þeirra. Einnig er rætt við Margréti Sigmarsdóttur forstöðumann miðstöðvar PMTO hjá Barnaverndarstofu og Arndísi Þorsteinsdóttur sem starfar hjá miðstöðinni. Heiða Björg Pálmadóttir starfandi forstjóri Barnaverndarstofu kemur einnig með innlegg í greinina.

Hér má sjá greinina í heild sinni á heimasíðu PMTO á Íslandi.

Hér fyrir neðan eru nokkur dæmi úr greininni

Ég var mjög van­mátt­ug gagn­vart sex ára dótt­ur minni sem greind hafði verið með ADHD. Við átt­um mjög erfið sam­skipti. Ég vissi ekki hvernig ég gæti orðið hluti af lausn­inni við upp­eldi henn­ar, spenn­an á heim­il­inu jókst stöðugt og heim­il­is­lífið gekk erfiðlega fyr­ir sig.“
Svona lýs­ir móðir stúlku ástandi sem hún hafði verið að upp­lifa í tengsl­um við upp­eldi dótt­ur sinn­ar þar til henni var bent á PMTO-úrræðið sem er í boði fyr­ir for­eldra með svipaða áskor­un.

Mar­grét Sig­mars­dótt­ir, for­stöðumaður miðstöðvar PMTO-For­eldra­færni hjá Barna­vernd­ar­stofu, og Arn­dís Þor­steins­dótt­ir, verk­efna­stjóri hjá vel­ferðarsviði Reykja­vík­ur­borg­ar og jafn­framt teym­is­stjóri miðstöðvar­inn­ar hjá Barna­vernd­ar­stofu, segja að PMTO sé hágæðaúr­ræði sem þyrfti að vera í boði fyr­ir sem flesta for­eldra barna með aðlög­un­ar­erfiðleika. For­eldr­ar eru bestu kenn­ar­ar barna sinna og úrræði sem leit­ast við að efla for­eldra­færni með hliðstæðum áhersl­um og PMTO eru þau úrræði sem best hef­ur sýnt fram á að skili góðum ár­angri til að draga úr aðlög­un­ar­vanda barna áður en þau kom­ast á ung­lings­ald­ur.

„Það eru aðallega for­eldr­ar barna á aldr­in­um 3-12 ára. Ástæður geta verið marg­vís­leg­ar, t.d. erfiðleik­ar með skjá- og snjallsíma­notk­un, sem virðist vax­andi vandi á heim­il­um. Einnig óska for­eldr­ar gjarn­an eft­ir aðstoð með ýms­ar rútín­ur í dag­legu lífi eins og hátta­tíma, morg­un­verk­in, heima­vinnu og aðrar slík­ar aðstæður. Oft eru fjöl­skyld­ur einnig að glíma við slæm sam­skipti milli systkina, ókurt­eisi, of­beldi, skróp eða ann­an vanda í skóla og að börn­in fari al­mennt illa að fyr­ir­mæl­um. PMTO-þjón­usta hef­ur vaxið mikið í land­inu á síðastliðnum árum og eru æ fleiri sveit­ar­fé­lög sem inn­leiða aðferðina inn­an fé­lags- og skólaþjón­ustu og einnig inn­an barna­vernd­ar. Úrræðið er m.a. í boði á Ak­ur­eyri, Hafnar­f­irði og í Grinda­vík og Reykja­vík­ur­borg hef­ur und­an­far­in ár unnið mark­visst að því að veita þjón­ust­una í öll­um hverf­um borg­ar­inn­ar. Auk þess er vís­ir að þess­ari þjón­ustu hjá Kópa­vogs­bæ, Garðabæ, Fjalla­byggð og Reykja­nes­bæ, auk annarra staða á land­inu. For­eldr­ar geta sótt um úrræðið hjá sínu sveit­ar­fé­lagi á þar til gerðum eyðublöðum og einnig leitað upp­lýs­inga á heimasíðu miðstöðvar hjá Barna­vernd­ar­stofu; htt­ps://​www.pmto.is/.

Heiða Björg, for­stjóri Barna­vernd­ar­stofu, seg­ir gríðarlega mik­il­vægt að hægt sé að bjóða fjöl­skyld­um upp á gagn­reynd úrræði eins og PMTO. „Barna­vernd­ar­stofa er afar stolt af því að efla nærþjón­ustu sveit­ar­fé­laga með því starfi sem PMTO-miðstöð stof­unn­ar vinn­ur. Mark­viss þjálf­un og stuðning­ur við for­eldra snemma í lífi barna get­ur skipt sköp­um til að bæta líðan og upp­eldisaðstæður barna og efla for­eldra í upp­eld­is­hlut­verki sínu.“



          


Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica