• Merki BOFS

Ráðning forstöðumanns í Barnahúsi

13 júl. 2022

Margrét Kristín Magnúsdóttir hefur verið ráðin í stöðu forstöðumanns í Barnahúsi. 

Margrét útskrifaðist með meistaragráðu í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Árósum í Danmörku 2003. Hún starfaði sem sálfræðingur í Götusmiðjunni, meðferðarheimili fyrir unglinga 2003-2005. Margrét hefur starfað í Barnahúsi frá 2006 sem sálfræðingur og sérhæfður rannsakandi (e. forensic interviewer) og hlotið til þess viðeigandi þjálfun í Bandaríkjunum. Hún tók við starfi forstöðumanns Barnahúss í september 2021, en var ráðin í síðasta mánuði. Margrét hefur jafnframt verið sjálfstætt starfandi sálfræðingur hjá Sálfræðiráðgjöfinni frá 2007.


Nýjustu fréttir

Hjólabrettastelpa

24. nóv. 2022 : Barnavernd á Covidtímum - kynferðisofbeldi gegn börnum

Barna-og fjölskyldustofa fer af stað með röð málstofa undir yfirskriftinni “Barnavernd á Covidtímum”.

Lesa meira

10. nóv. 2022 : Morgunverðarfundur Náum áttum 16. nóvember n.k.

Börn sem beita ofbeldi

Lesa meira

17. okt. 2022 : Morgunverðarfundur Náum áttum 19. október 2022

Ungmenni og vímuefni - áhrifaþættir í uppeldi

Lesa meira
Hjólabrettastelpa

06. okt. 2022 : Barnavernd á Covid tímum - málstofa 7. október n.k.

Þann 7. október 2022 er fyrsti fundur af fjórum þar sem fjallað verður sérstaklega um líkamlegt og andlegt ofbeldi gegn börnum á Covidtímum. Einstaklingar frá Barna- og fjölskyldustofu, Barnahúsi, Barnavernd Reykjavíkur og Kvennaathvarfinu koma til okkar og halda stutt erindi.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica