Ráðstefna um PRIDE námsefnið

25 sep. 2017

Barnaverndarstofa tók þátt í ráðstefnu um PRIDE sem haldin var í Prag dagana 7-10 september sl. PRIDE vísar í námskeið sem kallast Foster Pride og er bandarískt að uppruna og var innleitt hér á landi sem undirbúningsnámskeið fyrir fósturforeldra og mat á hæfni þeirra sjá nánar

Alls sóttu ráðstefnuna 150 þátttakendur frá 20 löndum innan Evrópu en einnig frá Bandaríkjunum. Ráðstefnan var styrkt af löndum Evrópska efnahagssvæðisins, þ.e. Ísland, Noregur og Lichtenstein sjá http://eeagrants.org/ Af hálfu Barnaverndarstofu voru fjórir þátttakendur sem allir eru PRIDE leiðbeinendur. Aðalfyrirlestur flutti einn frumkvöðla PRIDE Eileen Meyers Pazstor frá Bandaríkjunum og Hollendinginn Rob van Pegée sem hefur unnið að útbreiðslu PRIDE í Evrópu. Hann kom m.a. til Íslands í aðdraganda af innleiðingu PRIDE hér á landi. Þá voru kynnt dæmi frá nokkrum löndum um framkvæmd og innleiðingu PRIDE, meðal annars frá Íslandi. Ráðstefan var haldin að frumkvæði þeirra aðila sem vinna að og halda utanum innleiðingu PRIDE í Tékklandi en sú innleiðing hófst árið 2014. PRIDE var innleitt á Norðurlöndunum skömmu eftir síðustu aldarmót og fylgdi Ísland í kjölfarið og hefur haldið PRIDE námskeið fyrir fósturforeldra frá árinu 2004. PRIDE hefur jafnframt verið innleitt í fjölda annara Evrópulanda og hafa löndin í austur Evrópu og á Balkanskaga nýtt PRIDE sem leið til að endurbæta barnaverndarstarf.

Ísland hefur ákveðna sérstöðu þar sem Barnaverndarstofa hefur yfirsýn yfir allar fósturráðstafanir á landinu, þ.m.t. undirbúning og mat á hæfni fósturforeldra. Ráðstefnan var kærkomið tækifæri fyrir PRIDE leiðbeinendur til að læra af reynslu annarra landa og innlegg í þróun PRIDE námsefnisins.


Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica