• Hjólabrettastelpa

Samanburður á fjölda tilkynninga fyrstu 6 mánuði 2019-2021

23 ágú. 2021

Tilkynningum vegna kynferðislegs ofbeldis fjölgar

 

Tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgaði á fyrstu sex mánuðum ársins 2021 um 6,3% miðað við sama tímabil árið á undan, en ef miðað er við fyrsta hálfa ár 2019 þá fjölgaði tilkynningum um 23%. Fjöldi tilkynninga á fyrstu sex mánuðum ársins 2021 var 6.830 tilkynningar.

Flestar tilkynningar á fyrstu sex mánuðum ársins 2021 voru vegna vanrækslu, líkt og árin á undan eða 42,9% allra tilkynninga. Þá fjölgaði tilkynningum vegna vanrækslu um 5% á fyrstu sex mánuðum ársins 2021 samanborið við sama tímabil árið 2020.

Næst flestar tilkynningar voru vegna áhættuhegðunar barna, 28,4% allra tilkynninga. Á fyrstu 6 mánuðum ársins 2021 bárust 15,8% fleiri tilkynningar vegna áhættuhegðunar barna miðað við sama tímabil árið 2020.

27,9% tilkynninga sem bárust á fyrstu 6 mánuðum ársins 2021 voru vegna ofbeldis og um 1% allra tilkynninga vörðuðu heilsu eða líf ófædds barns.

Tilkynningum vegna tilfinningalegrar vanrækslu hefur fjölgað á milli ára. Á fyrstu 6 mánuðum ársins 2021 bárust 32,3% fleiri tilkynningar vegna tilfinningalegrar vanrækslu en á sama tímabili ársins 2020.

Á fyrsta helmingi ársins 2021 bárust 489 tilkynningar vegna líkamlegs ofbeldis og eru það 17% fleiri tilkynningar en á sama tímabili ársins 2021.

Þá hefur tilkynningum vegna kynferðislegs ofbeldis fjölgað mikið á milli ára. Á fyrstu 6 mánuðum ársins bárust 390 tilkynningar vegna kynferðislegs ofbeldis, eða yfir 65% fleiri tilkynningar en á sama tímabili áranna á undan

Sem fyrr, bárust flestar tilkynningar frá lögreglu. Tilkynningum frá skólum og heilbrigðiskerfinu hefur farið fjölgandi. Á fyrsta hálfa ári 2021 bárust 1.118 tilkynningar frá skólakerfinu, samanborið við 836 og 858 tilkynningar á sama tímabili árið 2020 og 2019, eða yfir 30% fleiri tilkynningar. Þá bárust 21,5% fleiri tilkynningar frá heilbrigðisþjónustu á fyrstu sex mánuðum ársins 2021 sé miðað við sama tímabil ársins 2020. 

 

Skýrsluna má nálgast hér


Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica