Samanburður á fjölda tilkynninga fyrstu 9 mánuði 2019-2021

19 okt. 2021

Tilkynningum vegna kynferðislegs ofbeldis fjölgar

Tilkynningar til barnaverndarnefnda voru 2,3% fleiri á fyrstu níu mánuðum ársins 2021 en á sama tímabili árið 2020. Fjöldi tilkynninga á fyrstu níu mánuðum ársins 2021 var 9.792 tilkynningar. Tilkynningum fjölgaði á landsbyggðinni sem og í nágrenni Reykjavíkur, sé miðað við sama tímabil árið 2020, en voru færri í Reykjavík.

Flestar tilkynningar á fyrstu níu mánuðum ársins 2021 voru vegna vanrækslu, líkt og fyrri ár eða um 43% allra tilkynninga. Þá bárust næst flestar tilkynningar vegna áhættuhegðunar barna, 28,4% allra tilkynninga og þar á eftir voru tilkynningar vegna ofbeldis, 27,6% allra tilkynninga. Hlutfall tilkynninga þar sem að heilsu eða lífi ófædds barns var stefnt í hættu var um 1%, líkt og síðastliðin ár.

Tilkynningum vegna vanrækslu varðandi nám hefur fjölgað á milli ára. Voru tilkynningar vegna vanrækslu varðandi nám 12,5% fleiri á fyrstu 9 mánuðum ársins 2021 en þær voru á sama tímabili 2020, en sé miðað við 2019 nemur fjölgunin 40,8%.

Þá hefur tilkynningum vegna kynferðislegs ofbeldis fjölgað mikið á milli ára. Á fyrstu níu mánuðum ársins bárust 515 tilkynningar vegna kynferðislegs ofbeldis, eða 34,8% fleiri tilkynningar en á sama tímabili árið 2020. Ef miðað er við 2019 er fjölgunin enn meiri, eða sem nemur 58,5%.

Líkt og fyrri ár bárust flestar tilkynningar frá lögreglu en þær voru 38,2% allra tilkynninga á fyrstu níu mánuðum ársins 2021.

Tilkynningum frá skólum og heilbrigðiskerfinu hefur farið fjölgandi. Á fyrstu níu mánuðum ársins 2021 bárust 1.295 tilkynningar frá skólakerfinu, samanborið við 1.060 og 1.003 á sama tímabili árið 2020 og 2019. Á fyrstu níu mánuðum ársins 2021 bárust 13,1% fleiri tilkynningar frá heilbrigðisþjónustu, sé miðað við sama tímabili ársins 2020.

Samanlagður fjöldi barna sem tilkynnt var um á fyrstu níu mánuðum ársins 2021 var 7.858 börn, en árið á undan var þau 7.752 og 6.675 börn árið 2019. Þess ber að geta að tölur um fjölda barna sem tilkynnt var um eru fengnar þannig að fjöldi barna sem tilkynnt var um í hverjum mánuði fyrir sig er lagður saman. Tilkynningar geta borist um sama barnið á milli mánaða, þannig að hér er ekki alltaf um að ræða fjölda einstaklinga yfir ákveðið tímabil heldur samanlagðan heildarfjölda barna í hverjum mánuði fyrir sig.

 

Skýrsluna má nálgast hér.


Nýjustu fréttir

Kona að lesa fyrir barn

05. nóv. 2021 : Náum áttum - morgunverðarfundur miðvikudaginn 10. nóvember kl. 8:30-10:00 á zoom

VAR ERU FÁTÆKU BÖRNIN?
Rannsóknir og stefnumótun á málefnum fátækra barna.
KOLBEINN STEFÁNSSON
Dósent við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands

ÉG VISSI EKKERT AÐ VIÐ VORUM FÁTÆK“ – Verndandi þættir
í umhverfi ungmenna sem ólust upp við fátækt og sýn þeirra til náms.
NÍLSÍNA LARSEN EINARSDÓTTIR
Uppeldis-og menntunarfræðing

NÝ SKÝRSLA UM FÁTÆKT BARNA
MARGRÉT JÚLÍA RAFNSDÓTTIR
Verkefnisstjóri Barnaheilla

STUTT INNLEGG:
MATTHÍAS FREYR MATTHÍASSON, verkefnisstjóri segir frá Hjólasöfnun Barnaheilla
ÞURÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR, félagsráðgjafi og verkefnastjóri segir frá Tinnuverkefninu
VILBORG ODDSDÓTTIR, félagsráðgjafi segir frá Hjálparstarfi kirkjunnar

Sjá nánari upplýsingar hér

 

 

 

12. okt. 2021 : Náum áttum - morgunverðarfundur miðvikudaginn 13. október 2021 kl. 8:30-10:00 á Zoom

Náum áttum er samstarfshópur um fræðslu- og forvarnarmál eftirfarinna aðila: Barnaheill-Save the Children á Íslandi, Barnaverndastofa, Embætti landlæknis, Félag fagfólks í frístundaþjónustu, FRÆ Fræðsla og forvarnir, Heimili og skóli, IOGT á Íslandi, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga, Umboðsmaður barna, Vímulaus æska/Foreldrahús og Þjóðkirkjan.

 

Yfirskift fundarins er: Leiðir að félagsfærni og vellíðan barna í skólum og er fundurinn opinn öllum sem hafa áhuga. Nánari upplýsingar um fundinn má nálgast hér .

Skráning fer fram á naumattum.is

Hjólabrettastelpa

23. ágú. 2021 : Samanburður á fjölda tilkynninga fyrstu 6 mánuði 2019-2021

Tilkynningum vegna kynferðislegs ofbeldis fjölgar

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica