• Kona á skrifstofu

Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda á árunum 2019 - 2021

25 jan. 2022

Í þessari samantekt er að finna samanburð á fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu nefndanna á árunum 2019, 2020 og 2021. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast árlega á vefsíðu Barnaverndarstofu. 

Flestar tilkynningar á árinu 2021 voru vegna vanrækslu á börnum eða 42,3% allra tilkynninga og er það svipað hlutfall og síðustu ár. Hlutfall tilkynninga vegna ofbeldis gegn börnum á árinu 2021 var 28,9%, svipað og árið á undan en hlutfallið var 26,4% árið 2019. Hlutfall tilkynninga vegna áhættuhegðunar barna var 28% á árinu 2021, en árið 2020 var þetta hlutfall 27,1% og 30,9% árið 2019. Hlutfall tilkynninga þar sem að heilsu eða lífi ófædds barns var stefnt í hættu var um 1% öll árin.

Tilkynningum vegna vanrækslu á börnum á árinu 2021 fækkaði um 1% miðað við árið á undan, en voru 18% fleiri en á árinu 2019. Tilkynningum vegna ofbeldis gegn börnum á árinu 2021 fjölgaði um 1,6% miðað við árið á undan, en voru 28% fleiri en á árinu 2019 og tilkynningum vegna áhættuhegðunar barna á árinu 2021 fjölgaði um 4,5% miðað við árið á undan, en voru 5,8% fleiri en á árinu 2019.

Tilkynningum vegna kynferðislegs ofbeldis fjölgaði mikið á milli ára. Á árinu 2021 bárust 720 tilkynningar vegna kynferðislegs ofbeldis, eða 39,8% fleiri tilkynningar en á árinu 2020. Ef miðað er við 2019 er munurinn enn meiri, eða sem nemur 51,6%. 

Hér má nálgast skýrsluna


Nýjustu fréttir

Hjólabrettastelpa

24. nóv. 2022 : Barnavernd á Covidtímum - kynferðisofbeldi gegn börnum

Barna-og fjölskyldustofa fer af stað með röð málstofa undir yfirskriftinni “Barnavernd á Covidtímum”.

Lesa meira

10. nóv. 2022 : Morgunverðarfundur Náum áttum 16. nóvember n.k.

Börn sem beita ofbeldi

Lesa meira

17. okt. 2022 : Morgunverðarfundur Náum áttum 19. október 2022

Ungmenni og vímuefni - áhrifaþættir í uppeldi

Lesa meira
Hjólabrettastelpa

06. okt. 2022 : Barnavernd á Covid tímum - málstofa 7. október n.k.

Þann 7. október 2022 er fyrsti fundur af fjórum þar sem fjallað verður sérstaklega um líkamlegt og andlegt ofbeldi gegn börnum á Covidtímum. Einstaklingar frá Barna- og fjölskyldustofu, Barnahúsi, Barnavernd Reykjavíkur og Kvennaathvarfinu koma til okkar og halda stutt erindi.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica