Starf sérfræðings á meðferðar- og fóstursviði

12 jún. 2017

Barnaverndarstofa auglýsir eftir sérfræðingi til starfa á meðferðar- og fóstursviði stofunnar. Um er að ræða fullt starf sem felur meðal annars í sér:
 Samskipti og ráðgjöf við barnaverndarnefndir, fósturforeldra, meðferðaraðila á vegum Barnaverndarstofu og aðra fagaðila vegna skipulags og framkvæmdar þjónustu við börn í tilteknum úrræðum.
 Umfjöllun og afgreiðslu umsókna sem felur meðal annars í sér mat á upplýsingum barnaverndarnefnda og annarra fagaðila um umönnunar-/meðferðarþörf barna og viðeigandi þjónustu.
 Leiðbeiningar og gæðaeftirlit við gerð og framkvæmd meðferðarmarkmiða og meðferðaráætlana vegna barna sem eru á fóstur- eða meðferðarheimilum, m.a. börn sem glíma við alvarlega hegðunar- og/eða tilfinningaerfiðleika.

Menntun og reynsla:
 Krafa um meistarapróf eða sambærilegt próf af heilbrigðis- eða félagssviði.
 Krafa um þekkingu á sviði frávika í hegðun og þroska barna og unglinga, matsaðferðum, greiningarhugtökum og –tækjum og fjölbreyttum aðferðum í meðferðarvinnu með börnum og foreldrum.
 Þekking og reynsla af barnaverndarstarfi, sem og af gagnreyndum aðferðum í þjónustu við börn og fjölskyldur er æskileg.

Persónulegir eiginleikar:
 Mikilvægt er að búa yfir hæfni til að vinna skipulega, markmiðatengt og lausnarmiðað.
 Lögð er áhersla á góða samstarfshæfni, sveigjanleika og jákvætt viðhorf til skjólstæðinga og samstarfsaðila.  Krafa um góða íslenskukunnátu í rituðu og töluðu máli. 
     Krafa um góða enskukunnáttu og æskileg kunnátta í einu Norðurlandamáli.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. september n.k.

Við úrvinnslu umsókna um störfin gildir mat Barnaverndarstofu á hæfni og eiginleikum umsækjenda. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi ríkisins og viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til og með 28. júní n.k.
Nánari upplýsingar eru veittar hjá Barnaverndarstofu í síma 530 2600 (www.bvs.is). Umsóknir skulu berast til Barnaverndarstofu, Borgartúni 21, 105 Reykjavík eða á netfangið bvs@bvs.is


Nýjustu fréttir

Hjólabrettastelpa

24. nóv. 2022 : Barnavernd á Covidtímum - kynferðisofbeldi gegn börnum

Barna-og fjölskyldustofa fer af stað með röð málstofa undir yfirskriftinni “Barnavernd á Covidtímum”.

Lesa meira

10. nóv. 2022 : Morgunverðarfundur Náum áttum 16. nóvember n.k.

Börn sem beita ofbeldi

Lesa meira

17. okt. 2022 : Morgunverðarfundur Náum áttum 19. október 2022

Ungmenni og vímuefni - áhrifaþættir í uppeldi

Lesa meira
Hjólabrettastelpa

06. okt. 2022 : Barnavernd á Covid tímum - málstofa 7. október n.k.

Þann 7. október 2022 er fyrsti fundur af fjórum þar sem fjallað verður sérstaklega um líkamlegt og andlegt ofbeldi gegn börnum á Covidtímum. Einstaklingar frá Barna- og fjölskyldustofu, Barnahúsi, Barnavernd Reykjavíkur og Kvennaathvarfinu koma til okkar og halda stutt erindi.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica