STARF ÞERAPISTA Í FJÖLKERFAMEÐFERÐ (MST) Athugið framlengdur umsóknarfrestur til 1. júní nk.


14 maí 2018

Fjölkerfameðferð (Multisystemic Therapy – MST) er gagnreynd meðferð með fjölskyldum unglinga með alvarlegan hegðunar- og /eða vímuefnavanda. Meðferðin fer fram á heimili og í nærsamfélagi fjölskyldunnar í samstarfi við skóla og aðra lykilaðila svo sem heilbrigðisstofnanir, barnavernd og aðra sérfræðinga. MST miðar að því að draga úr vandanum með því að efla bjargráð foreldra og bæta samheldni og samskipti í fjölskyldu. Sjá nánar: www.mstservices.com

 Barnaverndarstofa

 pptheader

 

Athugið framlengdur umsóknarfrestur

Fjölkerfameðferð (Multisystemic Therapy – MST) er gagnreynd meðferð með fjölskyldum unglinga með alvarlegan hegðunar- og /eða vímuefnavanda. Meðferðin fer fram á heimili og í nærsamfélagi fjölskyldunnar í samstarfi við skóla og aðra lykilaðila svo sem heilbrigðisstofnanir, barnavernd og aðra sérfræðinga. MST miðar að því að draga úr vandanum með því að efla bjargráð foreldra og bæta samheldni og samskipti í fjölskyldu. Sjá nánar: www.mstservices.com

 

 

STARF ÞERAPISTA Í FJÖLKERFAMEÐFERÐ (MST)

Sálfræðingur / Félagsráðgjafi 

Um er að ræða fullt starf sem felst í meðferðarvinnu með fjölskyldum unglinga sem glíma við alvarlegan hegðunar- og vímuefnavanda. Meðferðin fer fram á heimili og í nærsamfélagi fjölskyldunnar í samstarfi við skóla og aðra lykilaðila. Þerapistar starfa undir stjórn sálfræðings sem er handleiðari og teymisstjóri, eftir meðferðarreglum og aðferðum MST, í samstarfi við erlendan MST sérfræðing.

Í byrjun sækja nýir starfsmenn 5 daga grunnþjálfun í MST sem fer fram erlendis og í framhaldi vikulega handleiðslu og reglulega viðbótarþjálfun hér á landi.

Starfssvið

  • Meðferðar- og matsvinna samkvæmt aðferðum MST.

  • Stýrir meðferð barns og fjölskyldu og hefur samráð við barnavernd, skóla og aðra meðferðaraðila sem tengjast vanda barns og fjölskyldu. Gefur nauðsynlegar upplýsingar til viðeigandi aðila um MST meðferðina.

  • Skipuleggur meðferðarfundi með fjölskyldum á heimilum þeirra, og er jafnframt aðengilegur forsjáraðilum í síma til að styðja við meðferðarinngrip, innan umsamins sveigjanlegs vinnutíma sem er á bilinu 9.00-20.00 virka daga.

  • Er á vikulangri bakvakt að jafnaði á 8-9 vikna fresti og er þá aðgengilegur frá 20.00-9.00 fimm virka daga og allan sólarhringinn yfir helgi, fyrst og fremst í síma, þeim fjölskyldum sem bæði MST-teymin sinna.

  • Gerir vikulegar skráningar á meðferðarvinnu fyrir handleiðslu og samráð við MST sérfræðing. Tekur þátt í vikulegri handleiðslu og samráði við MST sérfræðing, klínískri starfsþróun undir handleiðslu teymisstjóra, reglulegri starfsþjálfun og fræðslu.

  • Gerir lokaskýrslu og tekur saman viðhaldsplan fyrir tilvísunaraðila (barnavernd viðkomandi sveitarfélags).

  • Tekur þátt í gæðastjórnunarskráningu MST.

    Menntun og reynsla

  • Krafa um masterspróf og starfsréttindi sem sálfræðingur eða félagsráðgjafi.

  • Æskileg sérmenntun í meðferðarvinnu og/eða reynsla í meðferð alvarlegs hegðunarvanda barna og unglinga og fjölskyldna þeirra.

  • Krafa um staðgóða þekkingu á kenningarlegum bakgrunni MST.

  • Hæfni til að vinna sjálfstætt og kerfisbundið og að geta sett fram niðurstöður skriflega.

  • Góð enskukunnátta, bæði munnlega og skriflega.

    Persónulegir eiginleikar

  • Lögð er áhersla á góða samstarfshæfni, sveigjanleika og jákvætt viðhorf til skjólstæðinga og samstarfsaðila.

  • Mikilvægt er að búa yfir hæfni til að vinna skipulega, markmiðatengt og lausnarmiðað.

    Við úrvinnslu umsókna um störfin gildir mat Barnaverndarstofu á hæfni og eiginleikum umsækjenda. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi ríkisins og viðkomandi stéttarfélags. Tekið er mið af jafnréttisáætlun Barnaverndarstofu við ráðningar á stofuna.

     Fyrir mistök birti Fréttablaðið rangan umsóknarfrest í atvinnublaðinu þann 28. apríl 2018. Þess vegna hefur verið ákveðið að framlengja umsóknarfrestinn til 1. júní n.k. Nánari upplýsingar  eru veittar hjá Barnaverndarstofu í síma 530 2600 (www.bvs.is). Með umsóknum skulu fylgja upplýsingar um menntun og fyrri störf. Umsóknir skulu berast til Barnaverndarstofu, Borgartúni 21, 105 Reykjavík eða á netfangið bvs@bvs.is

     


Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica