Þrjár stöður sérfræðinga lausar til umsóknarBarnaverndarstofa hefur í rúma tvo áratugi verið leiðandi í þjónustu við börn, þróun vandaðra vinnubragða og innleiðingu gagnreyndra aðferða. Stofnunin leitar nú að þremur öflugum sérfræðingum til starfa

4 maí 2020

Tvær stöður sérfræðinga í PMTO foreldrafærni og staða sérfræðings í vinnslu tölfræðiupplýsinga. Umsóknarfrestur er til og með 18. maí nk.

Hér er auglýsingin á starfatorgi Stjórnarráðsins.

Eftirfarandi störf eru laus til umsóknar:

Tvær stöður sérfræðinga í PMTO foreldrafærni

Sérfræðingarnir heyra undir sviðsstjóra ráðgjafar- og fræðslusviðs. Um 100% stöður er að ræða sem fela m.a. í sér:
• Samvinnu við sveitarfélög vegna innleiðingar og viðhalds PMTO svæða.
• Aðkomu að skipulagi og framkvæmd menntunar PMTO meðferðaraðila.
• Umsjón með handleiðslu og fræðslu fyrir PMTO sérfræðinga.
• Aðkomu að rannsóknum á vegum Barnaverndarstofu sem tengjast PMTO.
• Utanumhald og þátttöku í FIMP teymi.
• Stuðning við SMT þjónustusvæði.
• Aðkomu að innleiðingu annarra gagnreyndra aðferða og verklags þegar við á.

Menntunar- og hæfniskröfur:
• Krafa um meistarapróf eða sambærilegt próf af heilbrigðis- eða félagsvísindasviði.
• Krafa um menntun og reynslu í PMTO meðferð.
• Krafa um þekkingu á notkun mats- og skimunarlista.
• Menntun í PTC hópmeðferð æskileg.
• Þekking og reynsla af FIMP skorun og handleiðslu fyrir PMTO handleiðara æskileg.
• Þekking á SMT skólafærni æskileg.
• Þekking á innleiðingu gagnreyndra aðferða eða verkfæra æskileg.

Staða sérfræðings í vinnslu tölfræðiupplýsinga

Sérfræðingurinn heyrir undir fjármála- og mannauðsstjóra. Um 100% stöðu er að ræða sem felur m.a. í sér:
• Umsjón með söfnun, skráningu, úrvinnslu og framsetningu tölfræðiupplýsinga Barnaverndarstofu og

barnaverndarnefnda og gera þær aðgengilegar t.d. á heimsíðu stofunnar.
• Samstarf og samskipti við aðila sem búa yfir upplýsingum um ofbeldi gegn börnum .
• Söfnun og samræming upplýsinga um ofbeldi og barnavernd .
• Umsjón með árangursmælingum meðferðarúrræða á vegum Barnaverndarstofu.

Menntunar- og hæfniskröfur:
• Krafa um meistarapróf í sálfræði, félagsfræði eða aðra háskólamenntun sem nýtist í starfi.
• Krafa um þekkingu á lýsandi tölfræði, ályktunartölfræði, réttmæti mælinga og kunnáttu við að koma tölfræðiupplýsingum til skila á myndrænan hátt.
• Krafa um þekkingu á SPSS, R eða öðrum sambærilegum forritum og tölfræðiúrvinnslu.
• Reynsla af meðhöndlun ganga og söfnun upplýsinga æskileg.

Fyrir auglýstar stöður gildir:

• Mikilvægt er að búa yfir góðri samskiptafærni, sveigjanleika og jákvæðu viðhorfi.
• Mikilvægt er að búa yfir hæfni til að vinna skipulega, markmiðatengt og lausnamiðað.
• Krafa um góða íslenskukunnáttu og færni í framsetningu ritaðs máls.
• Krafa um enskukunnáttu.
• Kunnátta í einu norðurlandamáli æskileg.
• Þekking á barnavernd er æskileg.

Starfsstöðin er í Borgartúni 21, Reykjavík.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Við úrvinnslu umsókna um störfin gildir mat Barnaverndarstofu á hæfni og eiginleikum umsækjenda. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi ríkisins og viðkomandi stéttarfélags. Tekið er mið af jafnréttisáætlun Barnaverndarstofu við ráðningar á stofuna.

Umsóknarfrestur er til og með 18. maí nk.

Nánari upplýsingar eru veittar hjá Guðrúnu Sigurjónsdóttur, fjármála- og mannauðsstjóra Barnaverndarstofu, í síma 530-2600 eða gudruns@bvs.is. Umsóknir skulu berast á netfangið bvs@bvs.is. Með umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hvernig viðkomandi uppfyllir þær hæfnikröfur sem gerðar eru. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Allar umsóknir gilda í sex mánuði frá birtingu ef starf losnar að nýju innan þess tíma.


Nýjustu fréttir

Hjólabrettastelpa

09. mar. 2023 : Málstofa 3 – áhættuhegðun og líðan barna og unglinga á Covidtímum

Málstofa Barna-og fjölskyldustofu “Barnavernd á Covidtímum”.

Lesa meira
Kona á skrifstofu

20. feb. 2023 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndar á fyrstu sex mánuðum áranna 2020, 2021 og 2022.

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa tók við. Mánaðarlega skiluðu barnaverndarnefndir tölulegum upplýsingar varðandi tilkynningar, til Barnaverndarstofu og er nú sömu upplýsingum skilað til Barna- og fjölskyldustofu. Í þessari samantekt er að finna samanburð á fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu nefndanna á fyrstu sex mánuðum áranna 2020, 2021 og 2022. 

Lesa meira

13. feb. 2023 : Samfélagsmiðlar, áhrifavaldar og miðlalæsi. Morgunverðarfundur - Náum Áttum, miðvikudaginn 15.02.2023

Samfélagsmiðlar, áhrifavaldar og miðlalæsi - hver er staðan og hvernig ætti að kenna?

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica