Tilkynning vegna úrskurðar Persónuverndar

30 okt. 2018

Barnaverndarstofa tekur ábendingar Persónuverndar mjög alvarlega og hefur þegar brugðist við þeim með viðeigandi hætti. Þarna er bent á vankanta á verklagi stofnunarinnar í tengslum upplýsingamiðlun til tveggja fjölmiðla er varðar mistök við framkvæmd afmáningar á upplýsingum á afmörkuðum hluta þeirra skjala sem afhent voru.

Niðurstaða Persónuverndar er að þegar þau gögn eru sett í samhengi við upplýsingar sem finna má annars staðar hafi verið rétt að afmá meira úr þeim gögnum sem afhent var en gert var. Barnaverndarstofa tekur ábyrgð á þessu og hefur þegar gripið til ráðstafana eftir samráð við sérfræðing í persónuvernd til að koma í veg fyrir að sambærileg mistök geti komið fyrir aftur. Afar mikilvægt er að tryggja að ekki séu veittar persónugreinanlegar upplýsingar um skjólstæðinga í barnaverndarmálum. Um leið er Barnaverndarstofa stjórnvald sem ber að fylgja upplýsingalögum og veita upplýsingar til að hægt sé að fjalla um málaflokkinn. Sú aukna umfjöllun og eftirspurn sem er til staðar í samfélaginu eftir upplýsingum um barnaverndarmál felur í sér margar nýjar áskoranir fyrir stofnun eins og þessa. Álit Persónuverndar er gagnleg leiðbeining á þeirri vegferð. Dreginn verður lærdómur af þessu máli og verður allt verklag við afhendingu gagna endurskoðað og má nefna að framvegis munu tveir lögfræðingar fara yfir öll gögn sem fara frá stofnuninni til fjölmiðla.


Nýjustu fréttir

03. des. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Tilgangur greiningarinnar er að leggja mat á hvort og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda. Sambærilegar greiningar hafa áður verið gerðar vegna mars til september 2020.

Lesa meira

05. nóv. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum síðustu níu mánaða

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrstu níu mánuði 2020 og borið saman við sama tímabil árin 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á fyrstu níu mánuðum áranna 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

21. sep. 2020 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna Covid-19 veirunnar

Afgreiðsla í Borgartúni 21 verður lokuð en tekið er á móti pósti. Símsvörun í 530 2600 frá kl. 10 til 12 og 13 til 15. Alltaf hægt að senda netpóst á bvs@bvs.is

Lesa meira

07. sep. 2020 : Samanburður á tölum fyrstu sex mánuði 2018 – 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur vegna fyrstu 6 mánuði ársins og borið saman við tölur frá árinu 2018 og 2019

Lesa meira

01. sep. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í júní og júlí 2020 og borið þær saman við tölur í maí 2020 og tölur frá 1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica