VIÐ VILJUM VITA - Hlaðvarp Barnaverndartsofu beinir kastljósi sínu að barnavernd og málefnum barna sem eiga í vanda

11 apr. 2019

Í dag, fimmtudaginn 11. apríl, fer í loftið fyrsti þáttur hlaðvarps Barnaverndarstofu Við viljum vita og er stefnt að því að nýir þættir komi inn að lágmarki mánaðarlega. Þar verður talað við starfsfólk í barnavernd, ráðamenn málaflokksins og áhugaverða einstaklinga sem tengjast honum. Umsjónarmaður hlaðvarpsins er Páll Ólafsson og honum til aðstoðar er Martin Bruss Smedlund. 

Í fyrsta þættinum er rætt við Ásmund Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og þar fáum að vita hvað hann hefur að segja um sína sýn á barnavernd og þjónustu við börn. 

Það eru nokkrar leiðir til að til að hlusta á hlaðvarpið: 

· Auðveldast er að fara á heimasíðuna Barnaverndarstofu og smella á appelsínugula hnappinn á forsíðunni sem flytur þig beint á Podbean heimasíðu Barnaverndarstofu. 

· Það er líka hægt að finna hlaðvarpsspilarann hér: http://www.bvs.is/fagfolk/upplysingar-og-radgjof/vid-viljum-vita-hladvarp-barnaverndarstofu/

· Einnig er hægt að finna hlaðvarpið með því að hlaða inn Podbean appið og leita eftir Við viljum vita eða finna það á SPOTIFY. 

Endilega finndu okkur og fylgdu (follow). 


Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica