Þjónusta fyrir fjölskyldur

PMTO þjónusta er ýmist veitt foreldrum einstaklingslega eða í hópi og er það háð aðstæðum foreldra og þjónustutilboði hvers svæðis. Þjónustan miðast við foreldra barna með hegðunarerfiðleika.

Einstaklingsmeðferð felst í vikulegum viðtölum hjá PMTO-meðferðaraðila í allt að 25 skipti auk fjölþætts stuðnings í formi stuðningssímtala, heimaverkefna og funda með öðrum kerfum eins og til dæmis skólakerfinu. Einstaklingsmeðferð er sérstaklega sniðin að þörfum hverrar fjölskyldu. 

Hópmeðferð hefur hliðstæð markmið og einstaklingsmeðferð. Um er að ræða fjórtán vikna tímabil þar sem foreldrar sækja vikulega hópfundi, í eina og hálfa klukkustund í senn, undir stjórn PMTO meðferðaraðila. Milli funda vinna foreldrar verkefni, fá stuðning í formi símtala og með öðrum hætti eftir þörfum hverrar fjölskyldu. 

Foreldranámskeið eru boðin ef um er að ræða væga hegðunarerfiðleika eða ef börn eru í áhættu að þróa hegðunarerfiðleika. Foreldrahópurinn hittist vikulega í átta skipti, tvær og hálfa klukkustund í senn, alls tuttugu klukkustundir.





Þetta vefsvæði byggir á Eplica