Fréttir og tilkynningar

22. október 2020 : Barnaverndarstofa auglýsir eftir sérfræðingi á ráðgjafar- og fræðslusvið.

Barnaverndarstofa hefur í aldarfjórðung verið leiðandi í þjónustu við börn, þróun vandaðra vinnubragða og innleiðingu gagnreyndra aðferða.

Stofnunin leitar nú að öflugum sérfræðingi á ráðgjafar- og fræðslusvið. Ráðgjafar- og fræðslusvið stýrir og skipuleggur ráðgjöf og fræðslu fyrir barnaverndarnefndir og starfsmenn þeirra, veitir samstarfsaðilum og almenningi leiðbeiningar um barnavernd og stýrir fræðslu, þróun og innleiðingu aðferða við vinnslu barnaverndarmála. Sérfræðingurinn heyrir undir sviðsstjóra ráðgjafar- og fræðslusviðs Barnaverndarstofu. Um fullt starf á starfsstöð í Borgartúni 21, 105 Reykjavík er að ræða.  

>> Lesa meira

09. október 2020 : Barnahús fær styrk til að efla starfsemina.

Barnahús, sem sinnir málefnum barna sem sætt hafa kynferðislegu eða líkamlegu ofbeldi, hefur fengið styrk að upphæð 35 milljónir króna sem nýtist til styttingar biðlista ásamt því að efla starfsemina verulega.

Styrkurinn er liður í aðgerðapakka stjórnvalda til þess að bregðast við afleiðingum Covid-19 faraldursins og er ein af tillögum aðgerðateymis gegn ofbeldi sem skipað var í maí af Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og barnamálaráðherra, og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra. Aðgerðateymið skipa Eygló Harðardóttir og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu, og Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss, undirrituðu samninginn rafrænt í gær.

>> Lesa meira

21. september 2020 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna Covid-19 veirunnar.

Afgreiðsla í Borgartúni 21 verður lokuð en tekið er á móti pósti. Símsvörun í 530 2600 frá kl. 10 til 12 og 13 til 15. Alltaf hægt að senda netpóst á bvs@bvs.is.

FréttasafnLanguage