Fréttir og tilkynningar

13. desember 2018 : PMTO er hágæðaúr­ræði sem þyrfti að vera í boði fyr­ir sem flesta for­eldra barna með aðlög­un­ar­erfiðleika.


Í grein á mbl.is þann 11. desember sl.  eru tekin viðtöl við foreldra sem þegið hafa PMTO úrræðið. (Parent Management Training Oregon á íslensku Foreldrafærniþjálfun) Þessir foreldrar segja að þetta hafi breytt miklu í lífi þeirra. Einnig er rætt við Margréti Sigmarsdóttur forstöðumann miðstöðvar PMTO hjá Barnaverndarstofu og Arndísi Þorsteinsdóttur sem starfar hjá miðstöðinni. Heiða Björg Pálmadóttir starfandi forstjóri Barnaverndarstofu kemur einnig með innlegg í greinina.

>> Lesa meira

06. desember 2018 : Velheppnaður PMTO "Booster" yfirstaðinn

Þann 30. nóvember sl. var PMTO "Booster" haldinn, sem er árlegur fagdagur PMTO meðferðaraðila á Íslandi. Mætingin var góð og dagskráin fjölbreytt, skemmtileg og fræðandi.

21. nóvember 2018 : 10 ára afmælisráðstefna MST - Fjölkerfameðferðar

Barnaverndarstofa býður til afmælisráðstefnu í tilefni þess að nú eru tíu ár liðin frá því að fyrsta MST teymið tók til starfa hér landi.

Á ráðstefnunni verður farið yfir áhrif og árangur MST í meðferð á hegðunar- og vímuefnavanda. Einnig munum við fræðast um MST-CAN (Child Abuse and Neglect) og innleiðingu þess í Noregi sem hefur reynst vel í flóknum barnaverndarmálum.

>> Lesa meira

FréttasafnÚtlit síðu:

Language