Fréttir og tilkynningar

20. september 2018 : PMTO Evrópufundur haldinn á Íslandi

Velheppnaður PMTO Evrópufundur var haldinn á Íslandi dagana 5. – 6. sept. sl. Á fundinum hittust stjórnendur og teymisstjórar miðstöðva PMTO í Hollandi, Noregi, Danmörku og á Íslandi. Ýmislegt var rætt, m.a. lengd einstaklingsmeðferða, leiðir til að sækja um styrki hjá Nordplus og Erasmus+ til að þróa PMTO úrræði fyrir foreldra sem hafa stöðu flóttamanna. Einnig var rætt um PMTO úrræði fyrir foreldra ungra barna og hvað Evrópulöndin geti lagt fram á næstu alþjóðlegu PMTO ráðstefnu sem ráðgert er að verði haldin árið 2020.

>> Lesa meira

11. september 2018 : Gríðarlega vel heppnaðri Norrænni ráðstefnu um velferð barna er lokið

Alls komu 460 einstaklingar frá 21 landi á ráðstefnuna og boðið var uppá 11 aðalfyrirlesara frá Íslandi, Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Finnlandi, Englandi og Bandaríkjunum. Einnig fóru fram 24 áhugaverðar málstofur frá öllum norðurlöndunum.

Barnaverndarstofa þakkar öllum þátttakendum fyrir dagana þrjá og minnir á næstu NBK ráðstefnu sem verður í Nyborg Danmörku í september 2021. Hér er hægt að nálgast glærur aðalfyrirlesara.

>> Lesa meira

10. september 2018 : PMTO aðferðin nýtist vel í fósturmálum

Góð útkoma rannsóknar í Kansas í Bandaríkjunum sýnir að tæplega 7% barna í fóstri fara fyrr heim til foreldra sinna og dvelja 151 degi styttra í fóstri þegar PMTO aðferðinni er beitt miðað við samanburðarhóp þar sem ,,venjuleg" þjónusta er veitt.

FréttasafnÚtlit síðu:

Language