Fréttir og tilkynningar

10. febrúar 2017 : 112 dagurinn 2017

112-dagurinn er haldinn um allt land laugardaginn 11. febrúar.

26. janúar 2017 : ESTER málþing um samræmd vinnubrögð í barnavernd

27. janúar kl 12 - 16 á Grand Hótel Reykjavík 

Með þessu málþingi lýkur tveggja ára tilraunaverkefni Barnaverndarstofu um innleiðingu ESTER  fyrir starfsfólk barnaverndarnefnda á Íslandi. ESTER er sænskt kerfi sem er ætlað að nota við könnun barnaverndarmál en einnig til að fylgja eftir íhlutunum til að meta árangur þeirra. Hér má finna nánari upplýsingar um ESTER bæði á íslensku og sænsku . Samtals hafa tæplega 200 starfsmenn tekið þátt í ESTER námskeiðum á þessu tveggja ára tímabili, aðallega starfsfólk barnaverndarnefnda, þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar ásamt öðru starfsfólki sem vinnur með börn og barnafjölskyldur.

>> Lesa meira

17. janúar 2017 : Námskeið fyrir fósturforeldra

Sérhæft námskeið fyrir fósturforeldra barna innan fjölskyldu

Dagana 3. og 31. mars 2017 verður PRIDE námskeið fyrir fósturforeldra sem eru með börn innan fjölskyldu í fóstri. Námskeiðið verður haldið í fundarsal Barnaverndarstofu í Borgartúni 21, 105 Reykjavík. Hér er yfirlit yfir námskeiðið þ.e. tímasetningar og innihald þess.

>> Lesa meira

FréttasafnÚtlit síðu:

Language