Fréttir og tilkynningar

22. júní 2016 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu fyrstu þrjá mánuði áranna 2015 og 2016

Í þessari samantekt er að finna samanburð á fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu nefndanna fyrstu þrjá mánuði áranna 2015 og 2016.  Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í ársskýrslu Barnaverndarstofu. Einnig er hér að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu fyrir fyrstu þrjá mánuði áranna 2015 og 2016.

>> Lesa meira

20. júní 2016 : Innleiðing barnahúsa í Evrópu

Nú er nýlega lokið námskeiði sem haldið var 40 sérfræðinga frá 12 Evrópulöndum sem hafa áhuga á að innleiða barnahús að norrænni fyrirmynd. Námskeiðið var hluti af verkefni sem Eystrasaltsráðið annast með fulltingi ESB og miðar að því að innleiða barnvænlega rannsóknir og meðferð kynferðisbrota gegn börnum í samræmi við uppbyggingu Barnahúss. Á námskeiðinu voru flutt mörg erindi m.a. af hálfu fulltrúa þeirra stofnana sem að starfsemi Barnahúss koma svo sem dómstóla, saksóknara, lögreglu, réttargæslu, barnaverndar og LSH.

>> Lesa meira

20. júní 2016 : Fréttaskýringarþáttur BBC - barnahús væntanleg í Englandi

Í síðustu viku sendi BBC út sérstakan fréttaskýringaþátt um viðbragðskerfi Íslendinga vegna kynferðisofbeldi gegn börnum. Í þættinum er fjallað um starfsemi barnahúss og jafnframt er ítarlegt viðtal við Anne Longfield the Children´s Commissioner of England sem fór fyrir breskri sendinefnd ráðuneyta og stofnana sem kom til Íslands nýlega til að kynna sér fyrirkomulagið hér. Fram kemur m.a. að nú þegar hefur verið ákveðið að koma á fót 2 barnahúsum í Englandi í tilraunarskyni, í London og Durham.

>> Lesa meira

FréttasafnÚtlit síðu:

Language