PMTO-foreldrafærni

Parent Maganement Training-Oregon aðferð

PMTO stendur fyrir Parent Management Training – Oregon aðferð, og er sannprófað meðferðarprógramm ætlað foreldrum barna með hegðunarerfiðleika. Úrræðið er þróað af Dr. Gerald Patterson, Dr. Marion Forgatch og samstarfsfólki á rannsóknarstofnuninni Oregon Social Learning Center (OSLC) í Eugene í Oregon í Bandaríkjunum. 

Úrræðið hentar foreldrum barna á leik- og grunnskólaaldri. Mikilvægt er að vinna með hegðunarvanda á fyrstu stigum þróunar þar sem alvarlegir hegðunarerfiðleikar geta leitt til andfélagslegra hegðunar, sem oft hefur seinna meir í för með sér áfengis- og vímuefnanotkun samhliða afbrotum. Rannsóknir hafa leitt í ljós að PMTO dregur úr hegðunarerfiðleikum barns á heimili og hefur auk þess jákvæð áhrif á samskipti innan fjölskyldu og frammistöðu barns í námi.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica