Fréttir og tilkynningar

14. febrúar 2020 : Lokað í dag vegna veðurs

Barnaverndarstofa lokar í dag fram að hádegi vegna rauðrar viðvörunar Veðurstofunnar fyrir höfuðborgarsvæðið og víðar

Námskeiðsdagur tvö í ESTER sem fyrirhugaður var í dag  fellur niður.

13. febrúar 2020 : Skilaboð til barna og unglinga

Ef þú ert barn eða unglingur og þarft aðstoð - hvernig getur þú þá fengið hjálp? Þú getur alltaf hringt í barnanúmerið sem er númer Neyðarlínunnar 112!

Líður þér illa eða hefur þú áhyggjur af því hvernig einhver annar hefur það? 

Þá getur þú haft samband beint við barnaverndina þar sem þú býrð – en þú getur líka alltaf hringt í Neyðarlínuna 112.

>> Lesa meira

10. febrúar 2020 : 112-dagurinn verður haldinn um allt land þriðjudaginn 11. febrúar: Viðbragðsaðilar standa vaktina í umferðinni á 112-deginum

Öryggi fólks í umferðinni er þema 112-dagsins. Varað við notkun snjalltækja undir stýri. Dreifa 17.000 endurskinsmerkjum til barna og fullorðinna. Skyndihjálparmaður Rauða krossins útnefndur. Verðlaun veitt í Eldvarnagetrauninni.

112-dagurinn er samstarfsverkefni stofnana og félagasamtaka sem annast margvíslega neyðarþjónustu, almannavarnir og barnavernd í landinu. Þau eru: 112, Barnaverndarstofa, Embætti landlæknis, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Landhelgisgæslan, Landspítalinn, Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Rauði krossinn, Ríkislögreglustjórinn, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Vegagerðin, Samgöngustofa og samstarfsaðilar um allt land.

>> Lesa meira

FréttasafnLanguage