Fréttir og tilkynningar

20. september 2017 : Barnahús í Skotlandi

Um síðustu mánaðamót kom sendinefnd frá Skotlandi undir forystu tveggja ráðherra, dómsmála- og barnamálaráðherra, í heimsókn til Íslands til að kynna sér Barnahús.

Barnaverndarstofa skipulagði vettvangsheimsókn fyrir skosku sendinefndina í Barnahús og að auki tveggja daga fræðslu fyrir hópinn um hugmyndafræðina að baki Barnahúss, framrás þess í Evrópu og þau áhrif sem sú framrás hefur haft á alþjóðavettvangi m.a. á samþykktir Evrópuráðsins.  Að fræðslunni komu fulltrúar embættis Héraðssaksóknara, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, réttargæslumanna, Landspítala og Barnaverndar Reykjavíkur auk þess sem dómari greindi frá reynslu sinni af Barnahúsi.


>> Lesa meira

15. september 2017 : Tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgar áfram.

Í þessari samantekt er að finna samanburð á fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu nefndanna á fyrstu sex mánuðum áranna 2015, 2016 og 2017. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í ársskýrslu Barnaverndarstofu. Einnig er hér að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á fyrstu sex mánuðum áranna 2015, 2016 og 2017.

>> Lesa meira

14. ágúst 2017 : ISPCAN ráðstefna í Haag "Multidisciplinary Interagency Approaches to the Prevention and Treatment of Child Abuse & Neglect"

Fimmtánda ráðstefna Evrópudeildar ISPCAN verður haldin 1 - 4 október 2017 í borginni Haag í Hollandi. Meðal fyrirlesara eru Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu og Ólöf Ásta Farestveit forstöðumaður Barnahúss

Undirþemu eru: The Voice of the Child, Domestic Violence, Sexual & Physical Abuse, Human Trafficking, Refugee Children, Child Protection Systems, Emerging Issues

>> Lesa meira

FréttasafnÚtlit síðu:

Language