Fréttir og tilkynningar

10. desember 2019 : Barnaverndarstofa lokar kl. 13:00 í dag.

Vegna veðurs verður skrifstofu Barnaverndarstofu lokað kl. 13:00.

Ef tilkynna þarf um aðstæður barns til barnaverndarnefnda skal hafa samband við þá barnavendarnefnd þar sem barn býr. Hér má nálgast upplýsingar um allar barnaverndarnefndir á Íslandi.

11. nóvember 2019 : Námskeið fyrir fósturforeldra með börn innan fjölskyldu

Barnaverndarstofa býður uppá sérhæfð námskeið fyrir fósturforeldra með börn innan fjölskyldu, eða vegna annarra vensla, en rúmlega þriðjungur fósturráðstafana er innan fjölskyldu. Námskeiðið byggir á Foster Pride kennsluefninu en hefur verið stytt og aðlagað að þörfum þessa hóps.
Námskeiðið hefur verið haldið að jafnaði tvisvar á ári undanfarin ár. Þann 30. og 31. október sl. var seinna námskeið ársins haldið, en það sátu 18 væntanlegir fósturforeldrar, frá 11 mismunandi heimilum. 

01. nóvember 2019 : Þriðja MST teymið

Eldri biðlisti hvarf og nýr biðlisti líklega viðráðanlegri

Í lok september fjölgaði sérfræðingum sem starfa í MST teymum Barnaverndarstofu (fjölkerfameðferð) úr tólf í fimmtán. Vegna vaxandi eftirspurnar eftir MST meðferð hefur sérfræðingum fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár eða úr tíu í ellefu árið 2017 og í tólf árið 2018. Við þessa fjölgun sérfræðinga nú í fimmtán var þeim dreift niður á þrjú teymi, í stað tveggja áður, sem starfa enn sem fyrr í náinni samvinnu, á sameiginlegri starfstöð og með sameiginlega bakvakt. MST meðferðin er sem kunnugt er í boði á landsvísu og fer fram með forsjáraðilum og barni og heimilum þeirra og í nærumhverfi. 

>> Lesa meira

FréttasafnLanguage