Fréttir og tilkynningar

29. júní 2018 : Norræn ráðstefna um velferð barna 5 til 7 september 2018. Harpa tónlistar og ráðstefnuhús Reykavík.

Hvernig getum við tryggt gæði og stuðlað að jafnrétti í barnavernd?

Auglysing-heimasidu-litil

Nýttu tækifærið til að kynnast því nýjasta frá Norðurlöndunum í velferðarmálum barna.
Haltu með okkur uppá tuttugu ára afmæli íslenska Barnahússins.  Hlustaðu á áhugaverða fyrirlestra frá Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi, Færeyjum og Englandi.  Taktu þátt í málstofum þar sem gefinn er tími til umræðna og skoðanaskipta. Allir fyrirlestrar og flestar málstofur verða á ensku. Njóttu þess að borða góðan mat og hitta fólk á skemmtilegum stað.  Skráðu þig núna á Norræna ráðstefnu um velferð barna.

>> Lesa meira

29. júní 2018 : Útskrift nýrra PMTO meðferðaraðila.

Á sumarsólstöðum, þann 21 júní sl., útskrifuðust 14 nýir PMTO meðferðaraðilar á vegum Miðstöðvar PMTO-FORELDRAFÆRNI hjá Barnaverndarstofu.

Athöfnin fór fram í Norræna húsinu og voru góðir gestir til staðar til að fagna áfanganum. Þetta er í síðasta sinn sem meðferðarmenntunin er á vegum miðstöðvarinnar og mun nýr hópur hefja meðferðarnám í haust á vegum Endurmenntunar HÍ í samstarfi við Miðstöð PMTO-FORELDRAFÆRNI.    >> Lesa meira

18. júní 2018 : Fjölgun námskeiða fyrir fósturforeldra - Barnaverndarstofa býður uppá sérhæfð námskeið fyrir fósturforeldra með börn innan fjölskyldu í fóstri

Námskeiðin hafa gefið góða raun en haldin voru þrjú námskeið á árinu 2017, fjórða námskeiðinu lauk 15. maí sl.

FréttasafnÚtlit síðu:

Language