Ráðstefna um samstarf barnaverndar og skóla

Barnaverndarstofa stóð fyrir ráðstefnu um samvinnu skóla og barnaverndar á Grand hótel Reykjavík, 29. maí 2012. Ráðstefnan fjallaði um stöðu þeirra barna, gagnvart skóla og menntun, sem jafnframt fá þjónustu í barnaverndakerfinu, ekki síst fósturbarna og barna á meðferðarheimilum og mikilvægi samvinnu þessara kerfa. Ráðstefnan var haldin í samstarfi við Skólastjórafélag Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök félagsmálastjóra á Íslandi, Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur og Barnavernd Reykjavíkur. Ráðstefnuna sóttu 130 þátttakendur í Reykjavík og 70 þátttakendur á 10 stöðum á landsbyggðinni fylgdust með útsendingu sem styrkt var af Mennta-og menningarmálaráðuneytinu.

Aðalfyrirlesarar ráðstefnunnar voru Bo Vinnerljung frá Svíðþjóð og Tore Andreassen frá Noregi. Nokkur styttri íslensk innlegg fjalla um tækifæri og áskoranir í samstarfi barnaverndar og skóla hér á landi.

Skóli og barnavernd - upptakan skiptist í 4. hluta og opnast með því að smella á hluta 1. - 4.

Dagskrá ráðstefnu og glærur fyrirlesara:

8:00 – 8:30            Skráning

8:30 – 8:45            Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra - ávarp

8:45 – 9:00            Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu – innleiðing dagsins

9:00 – 10.30          Bo Vinnerljung – skólaganga fósturbarna og aðgerðir til að bæta náms- og þroskahorfur þeirra School performance of foster children, links to long term developmental outcomes, and what can be done about it

10:30 - 11:00        Kaffi

11:00 – 12:00       Barnavernd og skóli – tækifæri og áskoranir í daglegu starfi

Halldór Hauksson sviðsstjóri meðferðar- og fóstursviðs Barnaverndarstofu

Helga Jóna Sveinsdóttir deildarstjóri fósturteymis hjá Barnavernd Reykjavíkur

Arna Kristjánsdóttir félagsráðgjafi hjá Barnavernd Reykjavíkur

Ingileif Ástvaldsdóttir skólastjóri Þelamerkurskóla og varaformaður skólastjórafélags Íslands

-          Fyrirspurnir

12:00 – 13:00       Hádegisverður

13:00 – 14:30       Tore Andersen – skólaganga barna á meðferðarheimilum Children in residential care and school

14:30 – 14:45       Kaffi

14:45 – 15:30       Barnavernd og skóli – tækifæri og áskoranir í daglegu starfi.

Anni G. Haugen lektor við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands

Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi hjá Fljótsdalshéraði

Guðni Olgeirsson sérfræðingur hjá menntamálaráðuneytinu

-          Fyrirspurnir

15:30 – 16:15       Umræður í hópum, borðstjóri skilar niðurstöðum

16:15                     Ráðstefnuslit

Ráðstefnustjóri: Steinunn Bergmann


 

Til baka


Language