Meðferðarheimili

Þú getur séð meira um heimilin ef þú smellir á nöfn þeirra!

Stuðlar
Stuðlar skiptast í tvær deildir þ.e. meðferðardeild og lokaða deild (almennt kölluð neyðarvistun). Stuðlum er ætlað að þjóna börnum á aldrinum 12 – 18 ára. Á meðferðardeild fer fram greining á vanda barna og meðferð sem að jafnaði stendur yfir í 6 - 8 vikur. Einungis starfsfólk barnaverndarnefnda geta sótt um vistun fyrir börn á meðferðardeild. Á lokaðri deild geta starfsfólk barnaverndarnefnda eða lögregla í samráði við barnaverndina vistað börn. Ástæður vistunar geta verið óupplýst afbrot unglings, ofbeldi, vímuefnaneysla eða önnur stjórnlaus. Á lokaðri deild fer fram gæsla og mat á stöðu barns. Hámarkstími vistunar eru 14 dagar í senn fyrir mest 6 börn í einu.

Meðferðarheimili
Meðferðarheimili Barnaverndarstofu eru tvö, bæði staðsett á landsbyggðinni, Laugaland er í Eyjafjarðarsveit og Lækjarbakki er á Rangárvöllum. Um er að ræða rými fyrir samtals 12 börn á aldrinum 13 – 18 ára. Alltaf er gerður vistunarsamningur til sex mánaða og svo er metin þörf barnsins fyrir vistun. Ástæður vistunar eru hegðunarröskun, afbrotahegðun, ofbeldi og vímuefnaneysla. Einungis starfsfólk barnaverndar geta sótt um vistun fyrir börn á meðferðarheimilum og verða börnin að hafa áður fengið meðferð og greiningu á Stuðlum.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica