Skýrsla um starfsemi Barnaverndarstofu og barnaverndarnefnda 1995-1999


Í lok ársins 2000 gaf Barnaverndarstofa út ofangreint rit. Hægt er að nálgast ritið hér á þessari síðu. Til hægðarauka hefur ritinu verið skipt í fjóra hluta.

Í fyrsta hluta er efni um hlutverk og innri starfsemi Barnaverndarstofu árin 1995 til 1999. Fjallað er um aðdraganda að stofnun Barnaverndarstofu og starfsmannahald, birtar eru rekstrartölur svo og tölulegar upplýsingar um ráðgjöf, eftirlit og fósturmál. Greint er frá þróunarverkefnum, Barnahúsi, rannsóknum og fræðsluverkefnum svo nokkuð sé nefnt.

Í öðrum hluta er fjallað um meðferðarheimili á vegum Barnaverndarstofu og er þar m.a. rakinn aðdragandi og uppbygging núverandi meðferðarkerfis Umfjöllun nær yfir árin 1995 til 1999. Greint er frá meðferðarstöð ríkisins fyrir unglinga, Stuðlum, svo og starfsemi átta langtímameðferðarheimila og birtar tölulegar upplýsingar frá Stuðlum og langtímameðferðarheimilum. Auk þess er tafla yfir heimili sem hlutu starfsleyfi Barnaverndarstofu á umræddu tímabili.

Í þriðja hluta er fjallað er um hlutverk barnaverndarnefnda, fjölda nefnda á landsvísu og íbúafjölda í umdæmum þeirra. Í kaflanum eru birtar margvíslegar tölulegar upplýsingar frá barnaverndarnefndum landsins árin 1996 til 1999.

Í fjórða hluta skýrslunnar er birtur viðauki sem nefnist: Skýrsla um starfsemi og stöðu Barnahúss eftir tveggja ára tilraunaskeið. Fjallað er um aðdraganda að stofnun Barnahúss og markmiðssetningu en meginefni skýrslunnar er um innra starf á tilraunatímabilinu. Í skýrslunni eru einnig tillögur um framtíð Barnahúss.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica