Sótt um að verða fósturforeldri

Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála veitir leyfi og skal sækja um til þeirra (sjá hnapp fyrir neðan).

Þú skráir þig inn með rafrænum skilríkjum. Þar velur þú svo Umsóknir og þar undir er valið Leyfi til að taka barn í fóstur skv. 66.gr. bvl.

Hlutverk fósturforeldra

Fósturforeldrar þurfa að geta veitt barni trygga umönnun og öryggi og mætt þörfum barns sem búið hefur við ótryggar aðstæður eða átt við erfiðleika að etja. Börn sem þurfa á fóstri að halda eru á öllum aldri og eiga það sameiginlegt að hafa gengið í gegnum erfiðleika og áföll. Þau þurfa mismikinn stuðning og utanumhald. Það getur verið gefandi en jafnframt krefjandi að sinna fósturbarni.

Sjá nánar


Þetta vefsvæði byggir á Eplica