Úrræði sveitarfélaga

Hér verða settar inn upplýsingar vegna úrræða sveitarfélaga á 1, 2 og 3 stigi

  • Hér munu koma upplýsingar um þjónustu á 1, 2 og 3 stigi byggðar á upplýsingum frá sveitarfélögum og öðrum þjónustuveitendum. (Þetta verða mögulega hlekkir á farsældarsíður sveitarfélaganna.)
  • Hér koma einnig inn upplýsingar um aðra þjónustu sem getur verið gott fyrir tengiliði, málstjóra og starfsfólk barnaverndar að vita af.  

Upplýsingar fyrir þjónustuveitendur 

Þjónustuveitendur eru allir þeir sem veita farsældarþjónustu til barns og/eða foreldra
a. Ríki - t.d. heilsugæsla og önnur heilbrigðisþjónusta, lögregla, framhaldsskólar ofl.
b. Sveitarfélög - t.d. leikskólar, grunnskólar, félagsmiðstöðvar, félagsþjónusta, barnavernd ofl.
c. Einkaaðilar - t.d. frístundaþjónusta, einkareknir skólar, íþrótta- og tómstundafélög ofl.

Þjónusta við börn er stigskipt í þrjú stig.

Fyrsta stig: Grunnþjónusta sem er aðgengileg öllum börnum. Snemmtækur stuðningur er veittur og fylgt eftir á markvissan hátt. 
Dæmi: Ung- og smábarnavernd, leikskóli, grunnskóli, almenn heilbrigðisþjónusta ofl.

Annað stig: Einstaklingsbundinn og sérhæfðari stuðningur í samræmi við faglegt mat og/eða frumgreiningu á þörfum barns. 
Dæmi: Sérkennsla í skóla, einstaklingsbundinn stuðningur við barn, færniþjálfun ofl.

Þriðja stig: Einstaklingsbundinn og sérhæfðari stuðningur í samræmi við sérhæft og ítarlegt mat og/eða greiningu á þörfum barns. 
Dæmi: Innlögn á sjúkrahús eða meðferðarstofnun, greining hjá sérfræðingum t.d. Ráðgjafar- og greiningarstöð, barnaverndarþjónusta ofl.

Leitast skal við að veita sérhæfðari stuðning á grundvelli stuðningsáætlunar um samþætta þjónustu og eftirfylgd. 

Hlutverk þjónustuveitenda:

• Þeim ber að stuðla markvisst að velferð og farsæld barns við framkvæmd verkefna sinna.
• Þeir skulu leitast við að uppbygging, skipulag og framkvæmd farsældarþjónustu taki mið af gagnreyndri þekkingu
• Þeir skulu leitast við að þjónusta sé veitt í samráði við og með þátttöku notenda þjónustunnar.
• Þeir skulu hafa góða almenna samvinnu sín á milli með áherslu á þverfaglega þekkingu og gagnkvæma fræðslu.
• Þeim ber skylda til að fylgjast með, taka eftir og greina vísbendingar um að þörfum barns sé ekki mætt á fullnægjandi hátt og bregðast við þeim.
• Þeim ber skylda til að taka þátt í því samstarfi sem nánar er mælt fyrir um í farsældarlögum.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica