Hlutverk Barna- og fjölskyldustofu
Hér eru verkefni Bofs varðandi innleiðingu farsældarlaganna og staða þeirra
Hlutverk Barna- og fjölskyldustofu við samþættingu
þjónustu í þágu farsældar barna eru:
•
Stuðningur við samþættingu þjónustu m.a. útgáfa
leiðbeininga, gátlista og annars stuðningsefnis fyrir þá sem veita þjónustu sem
og útgáfa eyðublaða og upplýsinga til notenda þjónustunnar.
•
Reglubundin fræðsla um samþættingu þjónustu til þeirra
sem koma að samþættingunni.
•
Ráðgjöf við tengiliði, málstjóra og stuðningsteymi,
m.a. aðstoð við vinnslu einstakra mála.
•
Að ákvarða tilgang og aðferðir við vinnslu
persónuupplýsinga.
Upplýsingamiðlun BOFS:
•
Bofs safnar og
vinnur úr almennum ópersónugreinanlegum upplýsingum um farsæld barna með það að
markmiði að stjórnvöld hafi yfirsýn yfir aðstæður barna og þjónustuþörf.
•
Bofs getur
krafið þá sem veita þjónustu í þágu farsældar barna um hverjar þær upplýsingar
og skýringar sem þörf er á til að ná þessu markmiði.
•
Þjónustuveitendum
er heimilt að miðla upplýsingum um aðstæður barns til BOFS.
•
BOFS er heimilt
að miðla upplýsingum um aðstæður barns til þjónustuveitenda.
•
Þjónustuveitendum
er jafnframt skylt að miðla þeim upplýsingum um aðstæður barns til BOFS sem stofnunin telur nauðsynlegar til að hún geti
sinnt verkefnum sínum.
•
BOFS og GEV er
skylt að miðla sín á milli þeim upplýsingum sem hvor stofnun telur nauðsynlegar
til að geta sinnt hlutverki sínu og er jafnframt heimilt að miðla upplýsingum
um aðstæður barns sín á milli í þágu markmiða laganna.
Hlutverk Gæða- og eftirlitsstofnunar
velferðarmála við samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna eru:
•
Eftirlit með gæðum samþættingar þjónustu
þ.m.t. úrlausn kvartana notenda þjónustunnar.
•
Þjónustuveitendum
er heimilt að miðla upplýsingum um aðstæður barns til GEV.
•
GEV er heimilt
að miðla upplýsingum um aðstæður barns til þjónustuveitenda.
•
Þjónustuveitendum
er jafnframt skylt að miðla þeim upplýsingum um aðstæður barns til GEV sem
stofnunin telur nauðsynlegar til að hún geti sinnt verkefnum sínum.
•
GEV og Bofs er skylt að
miðla sín á milli þeim upplýsingum sem hvor stofnun telur nauðsynlegar til að
geta sinnt hlutverki sínu og er jafnframt heimilt að miðla upplýsingum um
aðstæður barns sín á milli í þágu markmiða laganna.
Hlutverk Mennta- og barnamálaráðuneytis við samþættingu þjónustu í þágu
farsældar barna eru:
Þeir ráðherrar sem bera ábyrgð á þjónustu í þágu
farsældar barna skulu vinna með virkum hætti að markmiðum laganna. Mennta og barnamálaráðherra ber ábyrgð á samþættingu
farsældarþjónustu og hefur eftirlit með framkvæmd laganna. Fulltrúar ráðherra skulu hafa reglubundið samráð
sín á milli um samþættingu farsældarþjónustu og verkefni í þágu farsældar
barna. Samráðsvettvangurinn skal jafnframt undirbúa stefnu um farsæld barna og
framkvæmdaáætlun um verkefni ríkisins sem varða farsæld barna til fjögurra ára
í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga. Við undirbúning stefnu og
framkvæmdaáætlunar skal tekið mið af niðurstöðum farsældarþings. Ráðherra
leggur stefnu og framkvæmdaáætlun fram sem tillögu til þingsályktunar innan árs
frá alþingiskosningum hverju sinni.
Farsældarþing.
Ráðherra boðar til farsældarþings
innan árs frá því að ofangreind þingsályktun er samþykkt. Farsældarþing er
umræðuvettvangur fagfólks, notenda og stjórnvalda þar sem unnið er að
samþættingu farsældarþjónustu, nýsköpun og úrbótum í málum sem varða farsæld
barna. Þingið er öllum opið en sérstaklega skal tryggja þátttöku barna. Á farsældarþingi skal ræða stefnu um farsæld
barna og framkvæmdaáætlun ríkisins til fjögurra ára og svæðisbundna
forgangsröðun aðgerða í þágu farsældar barna. Umræður og helstu niðurstöður
þingsins skulu skráðar. Ráðherra ber ábyrgð á framkvæmd þingsins og eftirfylgni
með niðurstöðum þess.
Ráðherra skal setja reglugerð um
tengiliði þjónustu í þágu farsældar barns. Þar skulu m.a. koma fram frekari
hæfisskilyrði og þær menntunarkröfur sem gerðar eru til tengiliða.
Ráðherra skal
setja reglugerð um málstjóra þjónustu í þágu farsældar barns. Þar skulu m.a.
koma fram frekari hæfisskilyrði og menntunarkröfur sem gerðar eru til
málstjóra.
Ráðherra hefur heimild til að setja
reglugerð þar sem gerðar eru kröfur til þjónustuveitenda um reglubundin skil á
almennum upplýsingum um farsæld barna.