Málsstjórar
Málstjóri þjónustu í þágu farsældar barns
Ef fyrir liggur beiðni foreldra og/eða barns um samþættingu þjónustu og ástæða er til að ætla að barn þurfi fjölþætta þjónustu á öðru og/eða þriðja stigi til lengri tíma skal sveitarfélag þar sem barn á lögheimili tilnefna málstjóra þjónustu í þágu farsældar barnsins. Sveitarfélag skal velja málstjóra sem starfar við félagsþjónustu sveitarfélagsins eða á þeim sviðum þar sem þarfir barns liggja. Málstjóri skal hafa þekkingu á þjónustu í þágu farsældar barna. Málstjóri má ekki vera tengdur barni eða foreldrum þess með þeim hætti sem mundi leiða til vanhæfis. Ráðherra skal setja reglugerð um málstjóra þjónustu í þágu farsældar barns. Þar skulu m.a. koma fram frekari hæfisskilyrði og menntunarkröfur sem gerðar eru til málstjóra. Nú hefur barnaverndarnefnd hafið barnaverndarmál og fer þá um samþættingu þjónustu eftir ákvæðum barnaverndarlaga.
Málstjóri er:
- starfsmaður sem starfar við félagsþjónustu sveitarfélagsins eða þar sem þarfir barns liggja
- sá sem stýrir stuðningsteymi í 2. og 3. stigs þjónustu í þágu farsældar barna
- sá sem styður fjölskyldur við samþættingu þjónustu á 2. og 3. stigi
- aðili sem hefur
hagsmuni barns að leiðarljósi og er í samstarfi og
samráði við foreldra og barn.
Hlutverk málstjóra er að:
- Veita ráðgjöf og upplýsingar um þjónustu í þágu farsældar barns.- Aðstoða við að tryggja aðgang að mati og/eða greiningu á þörfum barns.
- Bera ábyrgð á gerð stuðningsáætlunar og að stýra stuðningsteymi.
- Fylgja því eftir að þjónusta sé veitt í samræmi við stuðningsáætlun.
- Veita þeim sem sitja í stuðningsteymi ráðgjöf og upplýsingar um samþættingu þjónustu barns.
Áður en málstjóri byrjar að veita þjónustu skv. 1. mgr. skal liggja fyrir beiðni foreldra og/eða barns um samþættingu þjónustu. Þegar beiðni liggur fyrir getur málstjóri aflað upplýsinga um aðstæður barns frá þjónustuveitendum og þeim sem veita almenna þjónustu í þágu farsældar barns.
Málstjóri getur leitað eftir ráðgjöf, stuðningi og handleiðslu til:
• Yfirmanna þess málaflokks sem viðkomandi málstjóri starfar fyrir.
• Þeirra sem annast innleiðingu samþættingar í sveitarfélaginu (t.d. farsældarteymi) eða svæðisbundins farsældarráðs.
• Farsældarsviðs Barna- og fjölskyldustofu www@bofs.is
Stigskipting þjónustu
Þjónustan er stigskipt
í þrjú stig í lögunum.
Fyrsta stig: Grunnþjónusta sem er aðgengileg öllum börnum. Snemmtækur
stuðningur er veittur og fylgt eftir á markvissan hátt. Tengiliðir vinna mál
barna á fyrsta stigi.
Dæmi: Ung- og smábarnavernd, leikskóli, grunnskóli, almenn heilbrigðisþjónusta ofl.
Annað stig:
Einstaklingsbundinn og sérhæfðari stuðningur í samræmi við faglegt mat og/eða
frumgreiningu á þörfum barns. Málstjórar vinna mál barna á öðru stigi.
Dæmi: Sérkennsla í skóla, einstaklingsbundinn stuðningur við barn, færniþjálfun
ofl.
Þriðja stig: Einstaklingsbundinn
og sérhæfðari stuðningur í samræmi við sérhæft og ítarlegt mat og/eða greiningu
á þörfum barns. Málstjórar vinna mál barna á öðru stigi.
Dæmi: Innlögn á sjúkrahús eða meðferðarstofnun, greining hjá sérfræðingum t.d.
Ráðgjafar- og greiningarstöð, barnaverndarþjónusta ofl.
Leitast skal við að veita sérhæfðari stuðning á grundvelli stuðningsáætlunar um
samþætta þjónustu og eftirfylgd.
Þegar málum er vísað til 2. eða 3.stigs þjónustu getur tengiliður setið í
stuðningsteymi en málsstjóri tekur við hlutverki samþættingar.
Stuðningsteymi og stuðningsáætlun
Hvernig hefst samþætting
þjónustu?
Þjónustuveitendur sem
verða þess áskynja að þörfum barns sé ekki mætt með fullnægjandi hætti skulu
veita foreldrum og/eða barni leiðbeiningar um samþættingu þjónustu. Einnig geta
forsjáraðilar eða barns sjálft haft frumkvæði að því að óska eftir
samþættingu. Samþætting er háð samþykki
og umsókn forsjáraðila barns.
Sótt er um á sérstöku
eyðublaði þar sem forsjáraðili samþykkir vinnslu máls
Í
undantekningatilvikum er hægt að úrskurða um að mál sem er í vinnslu
barnaverndar skuli unnið í samþættingu án samþykkis foreldra
Tryggt
skal að skilyrði persónuverndarlaga séu tryggð í allri vinnslu mála
Tengiliður eða málsstjóri vinnur stuðningsáætlun í samvinnu við
fjölskylduna og stuðningsteymi.
Stuðningsáætlun
• Stuðningsáætlun er vegvísir um samþætta þjónustu í þágu farsældar barns í takt við stuðningsþörf í daglegu lífi og skólastarfi á ákveðnu tímabili út frá fyrirliggjandi mati og/eða greiningum.• Í áætluninni er gerð grein fyrir stuðningsþörf og hvernig henni er mætt með aðlögun og stuðningi á öllum þjónustustigum.
• Hlutverk hvers þjónustuveitanda er skilgreint, gildistími stuðningsáætlunar skráður og verklag stuðningsteymis við mat á verkþáttum og leiðum skilgreint.
• Stuðningsáætlun ber að endurmeta og endurnýja eftir því sem þörf krefur. Áður en barn verður 18 ára skal stuðningsteymi gera áætlun þar sem fjallað er um samþættingu þjónustu fyrir barnið eftir að það nær fullorðinsaldri
Stuðningsteymi
• Stuðningsteymi er vettvangur þar sem
þjónustuveitendur eiga samstarf um samþættingu þjónustu
• Gerð er stuðningsáætlun þar sem hlutverk hvers og eins þjónustuveitanda
er skýrð
• Málsstjóri stýrir stuðningsteymi í 2. og 3. stigs þjónustu
• Tengiliður getur setið í stuðningsteymi eftir að mál er komið til 2.og
3.stigs þjónustu ef það er talið þjóna hagsmunum barns