Persónuverndarstefna

Bvs.is safnar ekki sjálfkrafa neinum persónurekjanlegum gögnum um notkun og notendur. Hins vegar er umferð um vefsvæðið mæld með Google Analytics , en þær upplýsingar um notkun sem stofan hefur aðgang að eru ekki persónurekjanlegar.

Innsend gögn

Þegar notandi sendir fyrirspurn í gegnum vefform Barnaverndarstofu er þar beðið um þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að við getum svarað fyrirspurninni (á borð við nafn, netfang og símanúmer).
Eftir að fyrirspurn hefur borist er unnið með þær upplýsingar í samræmi við vinnureglur stofunnar og þess gætt að einungis þeir starfsmenn sem koma að því að svara fyrirspurnum hafi aðgang að gögnunum.
Milliliður í móttöku fyrirspurna er vefkerfi þjónustuaðila okkar sem hýst er í skýjalausn innan Evrópu, á vefþjóni staðsettum á Íslandi. Innsendum gögnum er sjálfkrafa eytt úr vefkerfinu innan nokkurra mánaða og þar fer ekki fram nein frekari söfnun eða úrvinnsla gagna.

YouTube myndbönd

Vísanir í YouTube myndbönd eru þannig útfærðar að engar upplýsingar berast YouTube nema notandi smelli á spilarahnappinn. Eftir það gilda skilmálar YouTube um meðhöndlun persónuupplýsinga.

Vefkökur (e. cookies)

Eplica vefumsjónarkerfið setur tvær skammlífar vefkökur (JSESSIONID og eplicaWebVistitor) sem eru nauðsynlegar fyrir virkni kerfisins en safna engum persónuupplýsingum.

[Ef vefur er með samþykkisborða:] Ákvörðun notenda um það að leyfa eða hafna mælivirkni er geymd í tveimur vafrakökum (cookie og cookieConsentDate). Þær eru ekki persónutengjanlegar og ef þeim er eytt (eða líftíma þeirra lýkur) er notandi spurður aftur.

Notkun Google Analytics fylgja þrjár vefkökur sem lifa mislengi: _ga, _gid og _gat.

ReCAPTCHA ruslvörn á form

Varnir gegn ruslpósti (e. spam)

Á þeim vefformum þar sem notandi getur sent inn upplýsingar hefur Barnaverndarstofa virkjað sjálfvirka vörn gegn ruslpósti, svokallaða ReCAPTCHA virkni frá Google. Notendur gætu orðið varir við hana á þann hátt að þeir verði beðnir að leysa verkefni sem erfitt er fyrir forritaða sjálfvirkni að leysa.
ReCAPTCHA aflar upplýsinga um vafra og vafranotkun og greinir þær til að meta hvort um er að ræða raunverulega notendur eða forritaða sjálfvirkni. Þessi virkni ReCAPTCHA fellur strangt til tekið undir skilgreiningar persónuverndarlaga, en þær upplýsingar sem berast Google eru nafnlausar og innihalda ekki nein gögn sem notandi hefur slegið inn í viðkomandi form.

Þessar varnir hafa reynst nauðsynlegar til þess að hægt sé að bjóða upp á formainnsendingu á vefnum. Vilji notendur ekki undirgangast þá virkni sem ReCAPTCHA felur í sér er þeim bent á að senda upplýsingar í tölvupósti í staðinn.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica