Sérfræðingateymi vegna barna með alvarlegar þroska- og geðraskanir

Sérfræðingateymi skal vera sveitarfélögum til ráðgjafar um viðeigandi þjónustu við börn með alvarlegar þroska- og geðraskanir sem þurfa á annars konar og meiri þjónustu að halda en unnt er að veita á heimili fjölskyldna þeirra í samræmi við 20. gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018. 

Sérfræðingateymið skipa: Guðrún Þorsteinsdóttir, sviðsstjóri hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, yfirlæknir á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, Halldór Hauksson, sviðsstjóri meðferðar- og fóstursviðs hjá Barnaverndarstofu, Kristjana Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar.

Sveitarfélög geta óskað eftir ráðgjöf teymisins með því að fylla út beiðni um ráðgjöf sérfræðingateymis og senda ásamt fylgigögnum í pósti til Barnaverndarstofu eða í gegnum Signet Transfer.

Ef óskað er frekari upplýsinga um starfsemi teymisins er hægt að hafa samband við tengliði sem eru: Sandra G. Zarif, sálfræðingur hjá Barnaverndarstofu, sandra.gudlaug.zarif@bvs.is og Ásdís S. Ásgeirsdóttir, lögfræðingur hjá Barnaverndarstofu, asdis.sigridur.asgeirsdottir@bvs.is


Þetta vefsvæði byggir á Eplica