Hlutverk Barna- og fjölskyldustofu í fósturmálum

Hlutverk Barna- og fjölskyldustofu (BOFS) í fósturmálum er bundið í lögum um stofnunina en einnig í Barnaverndarlögum. Starfandi er fósturteymi innan BOFS sem fylgir meginhlutverkunum eftir. En þau eru:

1. Fræðsla og faglegur stuðningur

  • Barna- og fjölskyldustofa heldur grunnnámskeið fyrir fósturforeldra sem er hluti af leyfisveitingarferli (sbr. 66.gr.bvl.). Þar er fósturforeldrum veitt fræðsla og stuðningur ásamt því að hæfni þeirra er metin sbr. 10.gr. Reglugerðar um fóstur.
  • Hægt er að fá ráðgjöf frá sérfræðingum fósturteymis hvort sem er í gegnum síma, tölvupóst eða fundi varðandi einstaklingsmál (sbr. 3. mgr. 65. gr. a. bvl. og 3. gr. laga um Barna- og fjölskyldustofu).

2. Umsögn um hæfni

  • Gæða- og eftirlitsstofnun sendir BOFS beiðni um umsögn eftir að umsókn ásamt fylgigögnum berst þeim um leyfi til að gerast fósturforeldrar (sbr. 1. mgr. 66. mgr. bvl.).
  • Þegar umsagnarbeiðni berst BOFS er óskað eftir afstöðu Barnaverndarþjónustu í heimilisumdæmi umsækjenda (sbr. 2. mgr. 66. gr. bvl.)
  • Sérfræðingar fósturteymis fara yfir gögnin og boða umsækjendur í forviðtal þar sem metnar eru almennar kröfur til fósturforeldra (sbr. 65. gr. a. bvl og 6. gr. Reglugerðar um fóstur).
  • Fósturforeldrar sem að standast almennu kröfurnar fá boð um að koma á fósturforeldranámskeið þar sem hæfni þeirra er metin (sbr. 10. gr. Reglugerðar um fóstur).
  • Sérfræðingar fósturteymis fara í heimsókn á heimili fósturforeldra þar sem gerð er úttekt á aðstæðum ásamt því að tekið er viðtal sem er hluti af því að meta hæfni (sbr. 10. gr. Reglugerðar um fóstur)
  • Sérfræðingar fósturteymis senda umsögn til Gæða- og eftirlitsstofnunnar sem tekur ákvörðun um leyfisveitingu og upplýsir umsækjenda og Barna- og fjölskyldustofu um niðurstöðu sína (sbr. 4. mgr. 66. gr. bvl).

3. Halda skrá um um fósturforeldra og fósturbörn

  • Barna- og fjölskyldustofa heldur skrá yfir þá sem hafa leyfi til að taka börn í fóstur (sbr. 1. mgr. 67. gr. bvl). BOFS er með lista yfir fósturforeldra og skráningu yfir hvaða börn hafa verið á hverju heimili. Þá eru upplýsingar hjá BOFS um hæfni fósturforeldra og hvaða þarfir barna þeir hafa færni í að koma til móts við.
  • Barna- og fjölskyldustofa heldur skrá yfir börn í fóstri (sbr. 2. mgr. 73. gr. bvl.).
  • Barnaverndarþjónustum ber að senda beiðni til BOFS fyrir fósturheimili (sbr. 2. mgr. 67. gr. bvl.), tilkynningu um gerð fóstursamnings og fósturlok (sbr.1. mgr. 73. gr. bvl.).

4. Ábendingar um fósturheimili

  • Barnaverndarþjónustur senda inn umsóknir um fósturheimili til BOFS. Í umsóknunum eru tilteknar þarfir barns og hvað æskilegt er að viðhaldist eða hvað ætlast er til af fósturforeldrum að sinna. Þá koma þar fram óskir barnanna til fósturheimilisins (sbr. 2. mgr. 67. gr. bvl.).
  • Sérfræðingar fósturteymis BOFS fer yfir umsóknirnar og finna fósturheimili sem að henta út frá umsókn og samskiptum við barnaverndarstarfsmann sem fer með mál barnsins.
  • Ef óskað er eftir greiðsluþátttöku ríkisins (sbr. 88. gr. bvl.) vegna verulegs hegðunarvanda barns er það metið sérstaklega af sérfræðingum fósturteymi (sbr. 4. mgr. 65. gr. og 3. mgr. 67. gr. bvl).
  • BOFS heldur utan um upplýsingar um fósturforeldra, bæði varðandi hæfnimat en einnig þá reynslu sem fæst af fósturforeldrum í gegnum vistun barna á heimili þeirra t.d. í gegnum greinagerðir um fósturrof og í ábendingum frá barnaverndarþjónustum (sbr. 1. og 2. mgr. 67. gr. bvl.).

5. Ráðgjöf

  • Barna- og fjölskyldustofa gegnir ráðgjafar og leiðbeiningar hlutverki fyrir almenning, velferðarþjónustu og stjórnvöld. Fósturteymið sinnir ráðgjöf í gegnum símtöl og tölvupóst á opnunartíma (sbr. 3. gr. laga um Barna- og fjölskyldustofu).
  • Sé óskað eftir að fá ráðgjöf fósturteymis Barna- og fjölskyldustofu er hægt að hafa samband í gegnum síma Barna- og fjölskyldustofu 530-2600 eða í gegnum netfang fósturteymis: fostur@bofs.is



Þetta vefsvæði byggir á Eplica