Úrræði Barna- og fjölskyldustofu

Stuðlar, meðferðarstöð ríkisins fyrir börn og unglinga frá 12 til 18 ára, skiptist í fjórar deildir, neyðarvistun Stuðla, meðferðardeild Stuðla, langtímameðferðarheimilið Lækjarbakka og stuðningsheimilið Fannafold.
Nánari upplýsinar hér.

MST er meðferðarúrræði á vegum Barna- og fjölskyldustofu fyrir fjölskyldur barna á aldrinum 12-18 ára sem glíma við alvarlegan hegðunarvanda. Meðferðin felst fyrst og fremst í að auka færni foreldra til að takast á við vanda barna sinna.
Nánari upplýsingar hér.

Barnahús sinnir málefnum barna sem grunur leikur á að hafi sætt kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. Barnaverndarnefndir bera ábyrgð á vinnslu slíkra mála og geta óskað eftir þjónustu Barnahúss.
Nánari upplýsingar hér.

Sók-meðferð er sálfræðiþjónusta fyrir börn vegna óviðeigandi kynhegðunar.
Nánari upplýsingar hér.

PMTO stendur fyrir Parent Management Training – Oregon aðferð, og er sannprófað meðferðarprógramm ætlað foreldrum barna með hegðunarerfiðleika.
Nánari upplýsingar hér.

SMT-skólafærni byggir á hugmyndafræði PMTO-FORELDRAFÆRNI og er framkvæmd undir merkjum þeirrar þjónustueiningar, sem verið hefur leiðandi hér á landi í notkun og útbreiðslu PMTO verkfæra til uppalenda.
Nánari upplýsingar hér.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica